Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, júní 15, 2004

já... fyrir nokkrum vikum valdi ég In The Aeroplane Over The Sea með Neutral Milk Hotel sem plötu vikunnar.. ég fílaði hana alveg þokkalega þá. en þessi plata venst eins og ég veit ekki hvað.. Þessi plata er bara asnalega góð og núna er þetta líklega ein af 10 bestum plötum sem ég hef heyrt.. ef ekki ein af 5 bestu.. það er ótrúlegt hvað Jeff Mangum (aðalgaurinn) getur gert með 3 vinnukonugrip og ekkert það merkilega söngrödd.. svo eru textarnir hjá honum ótrúlega flottir. ég er búinn að spila þessa plötu hérna heima á fullu og núna fíla allir hérna heima þessa hljómsveit, enda ekki skrýtið.. verst að Jeff Mangum ákvað eftir að hafa gert þessa plötu að fara bara að skrifa barnabækur og gera heimildamyndir um snigla eða e-ð álíka bjánalegt. Annars nenni ég ekki að skrifa meira um hana.. ég mæli bara með að allir tékki á þeim. farið hingað til að heyra tóndæmi o.sv.frv.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim