Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Týri er farinn upp í sveit :(
gleði er takmörkuð hér á bæ..

mánudagur, febrúar 20, 2006

já.. undanfarnar vikur er ég búinn að taka þónokkra tíma í að glápa á einhverja sjónvarpsþætti á tölvunni.. fyrst var það Lost og núna undanfarið er ég búinn að vera að taka 1. þáttaröð the o.c. þar sem ólíklegasta fólk er e-ð að missa sig yfir þessum þáttum, þá hafði ég eins miklar væntingar og maður getur haft til svona unglingadrama.
Égget kannski ekki sagt að ég hafi beint orðið fyrir vonbrigðum, en sko.. þetta eru kannski ávanabindandi þættir, en það eru Leiðarljós og bold and the beautiful líka.

Jújú, ég var límdur yfir þessu og var óvenjufljótur að horfa á þetta, en vá.. þegar maður spáir í því þá er þetta bara sápuópera í dýrari kantinum (og fólkið aðeins fallegra)...
Ryan er hugsanlega mest döll karakter í sögu sjónvarps. Hann átti tvær eða þrjár sniðugar línur í öllum þessum þáttum sem ég horfði á, en annars gerði hann ekki annað en að kýla fólk og að vera með einhverja yfirdrifna réttlætiskennd sem kom bara asnalega út..
Þar fyrir utan höfðu þessir þættir alla burðarásana sem einkenna alvöru sápuóperur. Ríki vondi gæjinn, vonda gellan sem giftist ríkum gæjum, góða, hamingjusamlega gifta parið.. svo poppar alltaf einn og einn geðsjúklingur upp í nokkra þætti sem endar svo á því að hann fer að grenja, veifar einhverri byssu og sést svo aldrei aftur. Æjá, og svo eru allir yfirgengilega ríkir.
Seth er þó engu að síður svalur.

Annars er þessi færsla orðin óþægilega löng, veriði sæl.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Hér er saga sem mig dreymdi í nótt..

Einusinni var héri sem gat hlaupið ógeðslega hratt. Hann var mjög montinn og ekkert af hinum dýrunum þoldi hann "Enginn getur hlaupið hraðar en ég!" sagði hann. Einn daginn sagði gamla skjaldbakan við hann "ég skal skora á þig í kapphlaupi". "Þú?" sagði hérinn, "þú ert bara gömul skjaldbaka. Þú átt ekki séns í mig."
"við skulum nú bara sjá til með það" sagði skjaldbakan með glott á vör (ef skjadbökur hefðu varir þ.e.a.s.).
Þar með var ákveðið að hérin og skjaldbakan myndu fara í kapphlaup. Hlaupið skyldi vera u.þ.b. 5 km langt.
Þau stóðu við byrjunarlínuna og um leið og skotið reið af þá spretti hérinn af stað og var strax kominn langt fram úr skjaldbökunni sem sat eftir, en fór þó brautina á sínum eigin hraða. Þegar hérinn var kominn nánast að endalínunni þá sagði hann "jæja ég er eiginlega búinn að vinna, ég held ég leggi mig aðeins hérna áður en ég klára hlaupið og fagna sigri". Svo gerði hann það.
Stuttu seinna vaknaði hérinn, og kláraði hlaupið. Hann kom í mark á tímanum 39:56. Skjaldbakan kom í mark seinna um daginn á tímanum 06:43.08. En þá voru allir löngu farnir heim til hérans í sigurpartí.

Ég ætla að byrja að segja krökkunum á leikskólanum þar sem ég hef áhyggjur af því að upprunalega sagan ýti undir lúsarakstur í umferðinni, og að krakkarnir treysti í framtíðinni á að fólk sem þau keppi við fari bara að sofa á mikilvægum tímapunkti.
í kvöld fóru ég og þorbjörg í pool, og ég náði líklega flottasta/asnalegasta skoti sem sögur fara af. guðdómleiki þess var hinsvegar of mikill til þess að það sé hægt að lýsa því á þessu bloggi.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

vá.. núna er ég kominn á 11. þátt 2. seríu lost og ég verð að segja að þetta er með betra sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi (þ.e.a.s dramaþættir)... góð hugmynd, áhugaverðar persónur og mjög vel skrifaðir þættir...
eins gott þeir klúðri þessu ekki

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

þá er það ákveðið. Ef ég ákveð einhverntíman að fremja sjálfsmorð þá ætla ég að gera það yfir þessari mynd.

Túlkið þessa færslu eins og þið viljið.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

úff... skrautlegt kvöld í gær.. guð minn almáttugur

laugardagur, febrúar 11, 2006

ég samdi fokking geðveikt lag í kvöld, yo

af þeim u.þ.b. 100 lögum/semi-lögum sem ég hef samið á þessum 4 árum sem ég hef verið að baslast við það (með hléum), hvort sem það er einn eða með félögum, þá eru núna u.þ.b. 10-12 sem mér finnst nógu góð/van-ömurleg til að ég vilji æfa þau upp og spila á almennum vettvangi

held að það sé alveg orðið tímabært...

p.s. á einhver gítarmagnara til að lána mér? einhvern þokkalegan æfingamagnara plííís....

föstudagur, febrúar 10, 2006

Broken Face

I got a broken face
I got a
I got a broken face
Uh-hu, uh-hu, uh-hu, uh-hu, ooo
I got a broken face [3x]

There was this boy who had two
Children with his sisters
They were his daughters
They were his favourite lovers

I got no lips, I got no tongue
Whatever I say is only spit
I got no lips, I got no tongue

I got a broken face, uh-hu, uh-hu
I got a broken face

There was this man who snapped his poke
In little pieces
And then they drilled holes
And then they put 'em back in there

I got no lips, I got no tongue
Whatever I say is only spit
I got no lips, I got no tongue

I got a broken face
Uh-hu, uh-hu, uh-hu, uh-hu, ooo
I got a broken face

The little thing who loves my mother
Speaks no English
But if you saw her
You'd say "Hey isn't she lovely"

I got no lips, I got no tongue
Whatever I say is only spit
I got no lips, I got no tongue

hvernig kemur þetta manni ekki í gott skap?

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

.....



>:-|

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

jæja.. þessi Kristján Hreinsson hefur alveg í raun eitthvað til sín máls hvað varðar þetta júróvisjónkjaftæði, en hverjum er sosem ekki drullusama.. það hefðu allir viljað sjá Silvíu Nótt í kepnninni hvort sem er, hvort sem það hafði heyrt lagið áður eða ekki, og ég fyrirlít alla þá sem taka þessa keppni alvarlega að einhverju leyti

annars er ég einn af þeim sem hefur alltaf fílað Silvíu Nótt ágætlega (og þá sérstaklega fyrst þegar hún kom, og sumir voru ekki að fatta að þetta væri tilbúinn karakter), og nú sérstaklega þegar ég var að heyra það að gaurinn sem bjó þennan karakter til með Ágústu gerði það í einhverju trúarlegu samhengi, og að Silvía Nótt eigi einfaldlega að vera antikristur (sbr. efnishyggja, sjálfsást, engin samkennd o.s.frv.)

Hvað er fyndnara en að senda antikrist til að koma fram fyrir Íslands hönd í Eurovision?
einhverjir urðu kannski varir við endurkomu >:-| kallsins í síðustu færslu, en eins og hörðustu lesendur bloggsins ættu að vita var hann tíður gestur hér á árunum 2002-2003.
>:-|, öðru nafni Jacques Henri Chassagne, er hér með endurvakinn.

föstudagur, febrúar 03, 2006

já.. þessar stúdentakosningar færast nær og nær og stemningin á bloggum sem ég skoða oft er orðin mjög fyndin.. fólk sem ég hef þekkt frekar lengi allt í einu búið að setja upp eitthvað ímyndað einglyrni, og byrjað að rífast "málefnalega" um eitthvað sem fólk virðist hvort sem er vera alveg sammála um í grundvallaratriðum. Ég varð því bara að fá að blanda mér inn í þeta

Eftir því sem ég hef séð þá finnst mér einhvernveginn ennþá eins og að fólk sé bara að eltast við skottið á sér...ég hef ekkert fylgst með málefnum stúdenta, en fyrirfram myndi ég halda að fólk væri yfirleitt sammála um hvað þyrfti að gera til úrbóta, og mér sýnist það líka á öllu... þegar ég hef heyrt í þeim, þá finnst mér t.d. bæði Röskva og Vaka vera tala um nákvæmlega sömu vandamálin.. það þurfi því ekki að vera að troða einhverri pólitík inn í umræðuna, og það sé bara spurning hvor hópurinn er duglegri að framkvæma.
en kannski skjátlast mér, og kannski er það þannig að þar sem hópur stúdenta er svo breiður, og skoðanir fólks innan háskólans geti verið svo ólíkar um hvað séu hagsmunir og hvað ekki, að þá verði stúdentráð einmitt að hafa einhverskonar pólitíska "línu" sem það fylgir í ákvörðunartökum o.s.frv... ein breyting kæmi einum hópi stúdenta vel en öðrum ekki o.s.frv., ég veit það ekki...

ég er löngu búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa í háskólaráðsdótinu, en ekki hugmynd með hitt, þannig að ég segi bara að sá klúbbur sem gefur mér mestan frían bjór fær mitt atkvæði >:-|

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

jæja.. vil þakka Ernu fyrir að hafa hringt í mig persónulega til að útskýra fyrir mér stúdentapólitík (með ágætisslettu af Vöku-áróðri).. þið hin megið fara til fjandans

annars byrjaði ég að vinna aftur á Cyborg (Sæborg) í dag og er það hið besta mál... verð þar einusinni í viku í vetur...
var líka glaður að slatti af krökkum mundu ennþá eftir mér! Endurkoma "stóra-Egils" vakti gleði hjá fleium en ég bjóst við... lífið hefur öðlast tilgang á ný *snökt*