Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, ágúst 31, 2007

Jæja einn af kettlingunum bara strax búinn að koma sér í fjölmiðla. Greyið ákvað að stökkva út um gluggann hjá pabba hennar Hildar þarsíðustu nótt.. en hann jafnar sig vonandi.. hvað er annars málið með ketti og að finnast töff að stökkva út um glugga?

sunnudagur, ágúst 26, 2007

hæ fólk

Bara ein vika eftir af vinnu. Svo er það skóli. Blablabla.

Rikke er búin að fresta heimför til Danmerkur og verður því hérlendis einhverja stund í viðbót. Jeei! Hún er búin að þrýsta hart á mig að prófa að tala við sig á dönsku, þannig að ég neyðist líklega á endanum til að dusta rykið af þeirri mjög takmörkuðu dönsku sem ég kann. Ég er hræddur.

En já, heimsóknafjölda á þetta blogg hefur fækkað að einhverju leyti undanfarna mánuði, og ég hef því ákveðið að lappa upp á ímynd þess með að setja inn einhverntíman í vikunni svona theme song fyrir það sem ég Auður og Kiddi tókum upp um helgina.

lag dagsins: Kate Nash - Foundations... þetta lag er bara of skemmtilegt

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Ást, ást, ást eeeeer máltækið í ár.

sunnudagur, ágúst 12, 2007



Ef ég mætti haga næstu þrem klukkutímunum nákvæmlega eftir mínu höfði án þess að þurfa að huga að leiðinlegum hlutum eins og eigin aðstæðum, lögmálum jarðar, lífsins og svo framvegis, þá myndi ég fara út og keyra á einhverjum bíl út úr bænum, og leiðina til Grindavíkur. Þegar ég væri búinn að keyra í hálftíma myndi svo byrja að snjóa ógeðslega ógeðslega mikið. Þegar ég væri kominn að Bláa Lóns-afleggjaranum myndi bíllinn svo festast í snjónum. Snjórinn myndi svo þekja bílinn fullkomlega og ég myndi eiga u.þ.b. 20 mjög ljúfar mínútur með sjálfum mér þar sem ég myndi upplifa ákveðna hluti í hausnum á mér aftur og aftur. Svo myndi ég kafna inni í bílnum í frið og ró.

Sjö tímum seinna myndi ég svo rísa frá dauðum og fara og fá mér Nonnabita.

Lag dagsins: Kveðja

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Jæja ég sit hérna í sófanum og er að drekka hvítvínsglas og borða ís. Það er geðveikt, sama hvað þið segið.

lag dagsins: Aphex Twin - 4

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Ég finn enga sérstaka löngun hjá mér til að blogga þessa dagana.. kannski því það er sumar, kannski ekki. Ekkert framundan hjá mér þssa dagana.. bara að græða péning og hanga heima. Næsta mánuðinn mun ég búa að mestu leyti einn hérna á Ljósvallagötunni, þar sem Lora er flutt í pínulítið herbergi í póstnúmerinu við hliðina, og Krummi er farinn til Reyðarfjarðar til að elda oní dreifbýlispakk á meðan hann finnur sjálfan sig. Svo ætlar hann til Asíu í sumar til að halda áfram að finna sjálfan sig. Pabbi og mamma eru svo farin norður í viku og ég á að hugsa um kisur á meðan þannig að ég mun búa einn í 2 íbúðum næstu vikuna.
Heimsóknir væru því vel þegnar.
Samt ekki.

Um helgina fór ég á Innipúkann sem var haldin á einhverjum nýjum stað. Þar gerðist það m.a. að Motion Boys tókst næstum að sprengja í mér hljóðhimnuna, og svo var ég ditsaður af einhverri gellu fyrir Bogomil Font. Hún kom þó fljótlega hlaupandi strax aftur í faðm minn, enda er ég augljóslega mun meira karlmenni en Bogomil mun nokkurntíman verða.
Svo hitti ég fáránlega hressan Kanadabúa sem ég talaði við um Trailer Park Boys, Slurpee-a og fleira kanadískt. Svo varð ég illa hás af því að kvóta þetta og þetta atriði allt kvöld.

bless aular.

lag dagsins: Simian Mobile Disco - Sleep Deprivation