Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, maí 29, 2004

Neutral Milk Hotel rokka

ég er að fara norður eftir 2 klukkutíma... ég er pirraður á öllu. bless

föstudagur, maí 28, 2004

ööhhh.. djöfull er ég með máttlaust lag á heilanum.. svo nenni ég ekki að farað vinna

fimmtudagur, maí 27, 2004

í fyrradag var ég að vinna og datt inná mjög áhugavert samtal.. strákar sem heita Kári og Gunnar Logi og eru báðir 7 ára voru að ræða um íraksstríðið og fleira í þeim dúr... þetta var með skemmtilegri samræðum sem ég hef hlustað á..

Gunnar: "en Kári, afhverju eru bandaríkjamennirnir í írak að drepa alla hermennina þar?"
Kári: "því bandaríkjamennirnir hata írösku hermennina og írösku hermennirnir hata bandaríkjamennina og þessvegna eru þeir að drepa hvorn annan"
Gunnar: "afhverju er aldrei aldrei stríð í bandaríkjunum?"
Kári: "ég veit það ekki.. það eru samt alltaf einhverjar flugvélar að springa þar.."
Gunnar: "ég er að fara til Kanada á morgun.. er nokkuð stríð þar?"
Kári: "neei ég held ekki. Er samt ekki viss. Sko ef ég væri bandaríkjaforseti þá myndi ég bara segja "ekkert stríð! ekkert stríð!" og þá mundu þeir hætta að drepa hvorn annan."
Gunnar: "ég frétti að bandaríkjamenn væru búnir að varpa fullt af kjarnorkusprengjum á írak"
Kári: "já. og írösku hermennirnir eru líka búnir að sprengja fullt af bandarískum flugvélum"

svo var eitthvað fleira sem ég man ekki.. börn eru sniðug
jæja.. var að koma af pixies tónleikunum..
tónleikarnir voru í kaplakrikanum og húsið opnaði kl. 7.. ég var heillengi að rata þangað þar sem ég er áttavilltari en allt í heiminum.. og þeir hæfileikar að vera óendanlega áttavilltur og óendanlega bjartsýnn fara ekki vel saman.. ég lagði s.s. af stað án þess að hafa hugmynd um hvernig ég ætti að komast þangað og endaði með því að vera hringsólandi um hafnarfjörðinn í sona hálftíma.. (samt ekki það versta sem ég hef lent í.. einusinni tók það mig einn og hálfann tíma í að komast til vinkonu minnar í garðabænum.. held að það kvöld hafi ég sett e-ð íslandsmet í að vita ekki rassgat..)
Ghostdigital voru að hita upp og voru furðulegir.. pixiers stigu svo á svið um hálf 10. Þau tóku aðallega lög af Surfer Rosa og Doolittle sem mér fannst soldið svekkjandi þar sem að seinni tvær plöturnar þeirra eru í meiri uppáhaldi hjá mér (er reyndar í minnihluta með þá skoðun).. á heildina var ég samt bara mjög sáttur við tónleikana og get núna montað mig af því að hafa séð pixies live... svo eftir sumarið get ég montað mig af því að hafa séð þá tvisvar (er að fara á hróarskeldu)

miðvikudagur, maí 26, 2004

já.. var að koma af rauða ljóninu þar sem ég var að skemmta mér með kvennó útskrifarliði.. byrjaði á því að kíkja til komma í útskriftaveislu og ætlaði bara að stoppa stutt... en óli t, óli p og jói voru þar og það endaði með því að ég var með þeim heillingi að drekka bjór og ræða um karlmannlega hluti einsog fótbolta og e-ð... svo fórum við í e-ð útskriftarpartí og svo kíkti ég aðeins á rauða ljónið og svo bara heim.. virkilega skemmtilegt kvöld með skemmtilegur fólki

svo á ég mjög skemmtilega sögu af óla p. sem ég myndi segja ef það væri ekki slatti af MRingum sem lesa bloggið mitt hahahaha...
en já góða nótt

þriðjudagur, maí 25, 2004

djöfull er ég svangur þessa stundina.. það er asnalegt að maður megi ekki keyra þegar maður er í glasi!
en já.. ég var í tvítugsafmæli hjá gunna eyþórs.. það var áhugavert.. það er frábært að vera á 20 ári.. svo endalaust mikið af tvítugsafmælium alllltaf... jíbbí jibbí.. og svo stúdentaveislur út vikuna! \o/

mánudagur, maí 24, 2004

jæja.. útskrifarplön mín hafa breyst aðeins

ég ætla að taka 34 einingar á næstu önn

sunnudagur, maí 23, 2004

já.. skemmtilegt kvöld.. stúdentaveislur og blablablabla... nenni ekki að skrifa bless

laugardagur, maí 22, 2004

já.. bilaða systir mín fékk 9,4 í meðaleinkunn á fyrsta ári sínu í menntaskóla.. og það ná náttúrufræðibraut.. óska henni til hamingju með það!

sjálfur fékk ég 7,67 eða e-ð og er bara sáttur sosem.. þó ég hafi lækkað migum einn heilann eða e-ð síðan um jólin
hahahah

ég var að horfa á The Straight Story... alveg er það yndisleg mynd

ég ætla að keyra til Akureyrar á garðslátturvél áður en ég dey

föstudagur, maí 21, 2004

mér finnst slagorðið "Græðum landið með Olís" alltaf jafnfyndið.. sé bara fyrir mér þyrlu að hella olíu yfir Holtavörðuheiði eða e-ð
hahahah djöfull elska ég þessa Snowcross þætti sem eru á RÚV á miðvikudögum... einhverjir sveitalubbar að tala um e-ð sport sem öllum er skítsama um nema fjölskyldur þeirra sem stunda þetta.. gaurar frá grundarfirði að keyra í hringi á vélsleða..
svo eru alltaf fengnir einhverjir nefmæltir sveitalúðar til að lýsa þessu sem þekkja svo alla keppendurna persónulega..

en já ég er fordómafullur...
ég er búinn að skrifa 962 frá því einhverntíman í ágúst 2002... ekki slæmt!
annars var ég að horfa á Boondock Saints áðan... frekar steikt á köflum en samt mjög góð..
og ég setti link á Bjarka litla bróður minn sem er snillingur.. og Eiturlyfjabaróninn hefur hafið bloggun á ný
lalala

miðvikudagur, maí 19, 2004

já.. var að koma af mótmælafundi á austurvöllum.. tilefnið var hversu mikill asni ríkisstjórnin hefur verði undanfarið.. pabbi hélt ræðu og stóð sig bara nokkuð vel og ég var fremst að hamast á einhverri trommu.. þetta gekk vel og það mætu líklega vel yfir 1000 manns.. það verða svo aftur mótmæli næsta miðvikudag og ég hvet fólk sem er orðið pirrað til að mæta þá
hahahahaha
ég var úti að labba á kaplaskjólsveginum áðan.. allt í einu sá ég bíl sem var algjörlega í rúst lagðan fyrir framan eitthvað hús.. einhver hafði bombað framan á hann og hann var eins og eftir kjarnorkusprengju.. á framrúðuna (eða það sem var eftir af henni) var svo búið að setja miða "sæl/sæll. hafði ekki uppá þér. Hafðu samband við Íslandstryggingu uppá tjóna(blablabla)"
mig langaði eiginlega bara að bíða þar til eigandinn kæmi bara svo ég gæti séð svipinn á honum

þriðjudagur, maí 18, 2004

tónlistin í Englum Alheimsin er hugsanlega flottasta kvikmyndatónlist sem ég hef heyrt á ævi minni.. áfram Hilmar Örn!

lag dagsins: Hilmar Örn Hilmarsson - Schiller í Kína
hah!
fékk 9.5 fyrir ritgerðina mína í fjölmiðlafræði og svo 9.5 á prófinu.. rúst

mánudagur, maí 17, 2004

Í þoku ljósri vindar vefa
úr viði feysknum bleikan eld
á eyri fljóts er augum dylst
en eyru lýstur þungum niði
í lotum eins og lyft sé hurð
frá leynidyrum augna minna
sem ljúkast aftur undurhægt.
Og inni sefur þú.
vá... DV eru að setja e-ð met í að koma með pointless fótboltastaðreyndir.. íslandsmótið var að byrja og þetta er mjög svo undarleg umfjöllun hjá þeim..
KA unnu keflavík t.d. 2-1, og þessir snillingar hjá DV ákváðu því að hafa sérgrein: "9 leikmenn KA ekki fæddir þegar KA unnu Keflavík síðast" og birtu svo lista með nöfnunum á þeim leikmönnum.. svo gerðu grindavík jafntefli og DV gaurarnir ákváðu að hafa aðra tilgangslausa grein með titlinum "grindavík aldrei unnið leik í fyrst umferð".. og gáfu svo upp úrslitin í öllum 1. umferðarleikjum grindavíkur.. svo var fullt af einhverju öðru heimskulegu rugli þarna... idiots
djöfull er ég búinn í prófum!
klúðraði reyndar síðasta prófinu illa.. ojæja
frelsi bíður míN!
djöfull er ég vonlaus... ég á að fara í eitthvað starfsviðtal á þriðjudaginn á einhverri skammtímavistun uppí garðabæ.. kona þaðan hringdi í mig á föstudaginn og við ákváðum einhvern dag og tíma og ég sagði bara já og amen við öllu með hálfum huga..
núna var ég að fatta að ég er búinn að gleyma hvað konan heitir, hvar þetta er og klukkan hvað ég átti að mæta..

og mér finnst skrýtið að ég sé ekki kominn með vinnu.. fuss
ég er að fara í íslenskupróf á morgun og er að lesa "Sögur, Ljóð og Líf" eftir Heimi Pálsson. Hún fjallar um íslenska bókmenntasögu á 20. öldinni og ég verð bara að segja að mér finnst þetta mun áhugaverðara en ég hélt þetta myndi verða... kannski maður endi bara í bókmenntafræðinni eins og mæ óld man
"Afneitun staðreynda fylgir oft dýrmætustu vonum manna og hugsjónum."

sunnudagur, maí 16, 2004

ef maður gengur út frá því að eftir að maður deyji bíða manns eilíf þjáning og ömurleiki, hvernig hefur það áhrif á líf manns og hvernig maður hegðar því? pæling...
jeeei! Hull komst úr neðstu ensku deildinni upp í 2. deild! næsta takmark er 1. deildin, og svo úrvalsdeildin! jeei
alltaf gaman að detta inní sona barnaafmæli (bróðir minn er að halda)... fyrst fékk ég pizzur.. svo fór ég útí fóbbolta og núna er ég að farað fá köku \o/
ohh.. missti af einhverjum svaka bardaga í gær... og djöfull er ég þunnur =/

lag dagsins: Radiohead - Good Morning Mr. Magpie
undarlegar draumfarir í nótt... en jæja ég er farinn að læra f. íslensku.. á morgun er ég svo búinn í prófum \o/
halló
ég var að koma heim af tvítugsafmæli hjá jóa palla besta vini mínum...
það var mjög gaman bara...
ég er að verða 20 ára gamall.. mér finnst það magnað.. ég er samt á þeirri skoðun að eftir að maður nær 13 ára aldri þá er maður að miklu leyti mótaður, og það sem maður gerir eftir þann aldur er mikið afleiðing af því sem maður hefur alist upp við og það sem maðúr hefur upplifað upp að því... ég veit að miklu leyti núna hvernig ég mun bregðast við aðstæðum að hverju sinni.. ég var takmarkað ánægður með sjálfan mig þangað til ég varð sona 16-17 ára... eftir það hef ég nokkurnvegin náð sátt við sjálfan mig.. þó að það breytist voða lítið hvernig ég bregst við aðstæðum þá hef ég nokkurnvegin "made peace with it"..
um áramótin og þar eftir lenti ég í hugsanlega erfiðustu lífsreynslu sem ég hef lent í um ævina... ég hafði á tveggja ára tímabili byggt ákveðinn grunn sem ég lifði svo eftir.. um áramótin var því svo öllu kippt undan mér og allt fór til fjandans (nenni ekki að útskýra það nánar)... ég vissi ekki hvort ég myndi höndla það en ég náði því á endanum.. ég tókst á það með þeim hætti að eftir hafa vorkennt sjálfum mér í sona mánuð gaf ég skít í allt saman, blokkaði það tímabil í lífi mínu bara og geri það enn..

og ég veit að þannig mun ég díla við aðstæður í hvert skipti.. ef ég mun lenda í einhverjum leiðindum mun ég kötta þær aðstæður og það fólk sem tengist þeim í burtu og gefa þvílíkan skít í alltsaman þannig að það verðusr sem það hafi aldrei gerst, og halda svo áfram með líf mitt..

þetta er hugsanlega persónulegasta færsla sem ég mun nokkurntíman skrifa.. enda er ég svo fullur að ég veit varla hvað ég heiti.. og þessi færsla verður hugsanlega horfin a´morgun.. but oh well :)
good times!

laugardagur, maí 15, 2004

ég horfði á eðalmynd í gær.. Interstate 60 heitir sú og skartar þeim Gary Oldman, James Mardsen (gaurinn sem leikur Cyclops í X-men), Christopher Lloyd og Amy Smart í aðalhlutverkum... alveg frábær ævintýramynd og ég mæli sterklega með henni
svo er tvítugsafmæli hjá honum Jóa Palla í kvöld.. það verður stöð... missi reyndar af eurovision.. en sama er mér

fimmtudagur, maí 13, 2004

Þessi frétt er bara divine snilld... aðallega því þetta er ekkert grín.. bara alvörufrétt
já.. ég ætla að fara núna útí búð og kaupa mér 5 kívi, 3 perur, vínber, eina vatnsmelónu, bláber og græn epli.. bless
hún Erna vinkona mín er byrjuð að blogga.. það er víst afleiðing prófleiðinda (hún er í stúdentsprófum í MR = búin að vera í prófum frá því um miðjan apríl eða e-ð).. þetta byrjar allavegana mjög vel hjá henni.. og hugsanlega mest insane færslur sem ég hef séð á ævi minni.. í síðustu kom hún t.d. inn á píkublogg hjá 22 ára viðskiptanemum, bakarísferðir, Pormúníus VIII og fleira... og af einhverjum ástæðum heiti ég Klofskora á linkalistanum hennar...

miðvikudagur, maí 12, 2004

mér finnst þessi lög í bangsímon-brúðuþættinum á stöð 1 alveg meira creepy en allt í heiminum.. ógeðslega happy lög um hvað allt er frábært sungin alveg hryllilega illa... efni í martraðir
já... ég var í barnasálfræðiprófi í dag og gekk bara fínt. Það fékk mig til að pæla í æsku minni og hvernig barn ég hafi verið, en skv. lýsingum frá ýmsu fólki var ég víst mjög ofvirkt barn sem gat aldrei verið rólegur og móðir mín og faðir, ungir og óreyndir foreldrar voru víst í stöðugum vandræðum með mig.. t.d. þegar ég hljóp fyrir bíl á fálkagötunni og mamma þurfti að kasta sér hetjulega til að bjarga mér og hlaut stórt sár á fótinn vegna þess.. svo líka þegar ég tortímdi plötusafninu hans pabba á mjög skipulagðan og markvissan hátt... ég vorkenni eiginlega bara og pabba og mömmu fyrir að hafa þurft að ganga í gegn um það.. ef barnið mitt verður svona þá held ég að ég beiti nútímaaðferðum og sprauti það bara niður (þetta var btw. grín fyrir þá lesendur sem eru hálvitar)
held samt að ég nái ekki að toppa Fúsa í barnageðbilun ef marka má það sem ég hef heyrt (við ræddum einmitt þessi mál um daginn)... hann ætti að fá einhver verðlaun

þriðjudagur, maí 11, 2004

held að Frikki fái verðlaun fyrir besta blogg-dagskrálið allra tíma.. (asnalegi verzlingur dagsins)
mér finnst fyndið að gaurinn í Converge hafi fyrir því að skrifa texta f. lögin.. þeir eru allavegna ekki mikið að ná í gegn..
dæmi: textinn í Concubine..

það sem hann segir: "For I felt the greatest of winters coming
and I saw you as seasons shifting from blue to gray
Thats where the coldest of these days await me
and distance lays her heavy head beside me
There I'll stay gold, forever gold"

það sem maður heyrir: "AAAAA AA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA. AAA AA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA. AAAAA AA AAA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!! AAA AA AAA AAAAAAAAAAAAAA AAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!"

mánudagur, maí 10, 2004

æi djöfull er ég pirraður.. á einhver vinnu handa mér í sumar?

lag dagsins: Converge - The Broken Vow
já... mig dreymdi undarlegan draum í nótt.. og hann var mjög raunverulegur þannig að´mér leið mjög skringilega þegar ég vaknaði..
ég var s.s. upp í Arahólum (þar sem afi minn og amma búa) og var að horfa á simpsons... svo allt í einu byrjaði að snjóa alveg fáránlega mikið.. svo mikið að það þakti alla blokkina og ég komst ekki út.. þá byrjaði ég að panikka og um leið og simpsons þátturinn kláraðist ´þá fór ég í blackout.. svo vaknaði ég og fattaði að ég hafði legið í blackouti í fimm ár.. svo fór ég út og kom mér heim og hitti fjölskylduna mína.. hjá þeim komst ég að því að ég hafði verið presumed dead í fimm ár og enginn hafði vitað hvar ég var.. og ég var s.s. orðinn 25 ára gamall.. svo fór ég og hringdi í alla vini mína og þeir voru allir fluttir að heiman og einhverjir komnir með fjölskyldur o.s.frv... þetta var alveg stórundarlegur draumur, sérstaklega vegna þess hversu raunverulegur hann var.. og ég man bara að ég var aðallega pirraður yfir að hafa misst af heilum 5 árum úr ævi minni

sunnudagur, maí 09, 2004

já.. ég var að horfa á síðasta Friends þáttinn.. mjög dramatískt!

föstudagur, maí 07, 2004

djöfull er stereophonics ógeðslega leiðinleg hljómsveit...
mér finnst alveg mjög fyndið að hann faðir minn Viðar Hreinsson, virtur bókmenntafræðingur og hluti af menningarelítu Íslands skuli vera orðinn harður Idol aðdáandi.. hann missir aldrei af þætti og tók það mjög nærri sér þegar Jennifer Hudson eða hvað hún nú heitir datt út um daginn.. jú þink júv sín evríþing...
lítið bloggað undanfarna daga.. það er bara því ég hef eiginlega ekkert að segja.. er bara í prófum og sona leiðindi...

þriðjudagur, maí 04, 2004

jæja plata vikunnar

Cat Power - You Are Free

ég er búinn að hlusta á þessa plötu alla vikuna... Cat Power er hljómsveit sem samanstendur af einni konu sem heitir Chan marshall.. lögin eru misgóð, flest samt mjög góð og blablabla.. en ég er allavegana ástfanginn af Chan Marshall og hafði hugsað mér að byrja að stalka hana strax í næstu viku...

mánudagur, maí 03, 2004

djöfull er barnaefni nú til dags orðið þroskaheft
fokking spænska
Flegsitops

sunnudagur, maí 02, 2004

fokking tölvuormar
fokking Haukar
fokking skóli.. zzzZZzzZzzzZZzzzZZZzz

lag dagsins: Bonnie Prince Billy - Death To Everyone