í fyrradag var ég að vinna og datt inná mjög áhugavert samtal.. strákar sem heita Kári og Gunnar Logi og eru báðir 7 ára voru að ræða um íraksstríðið og fleira í þeim dúr... þetta var með skemmtilegri samræðum sem ég hef hlustað á..
Gunnar: "en Kári, afhverju eru bandaríkjamennirnir í írak að drepa alla hermennina þar?"
Kári: "því bandaríkjamennirnir hata írösku hermennina og írösku hermennirnir hata bandaríkjamennina og þessvegna eru þeir að drepa hvorn annan"
Gunnar: "afhverju er aldrei aldrei stríð í bandaríkjunum?"
Kári: "ég veit það ekki.. það eru samt alltaf einhverjar flugvélar að springa þar.."
Gunnar: "ég er að fara til Kanada á morgun.. er nokkuð stríð þar?"
Kári: "neei ég held ekki. Er samt ekki viss. Sko ef ég væri bandaríkjaforseti þá myndi ég bara segja "ekkert stríð! ekkert stríð!" og þá mundu þeir hætta að drepa hvorn annan."
Gunnar: "ég frétti að bandaríkjamenn væru búnir að varpa fullt af kjarnorkusprengjum á írak"
Kári: "já. og írösku hermennirnir eru líka búnir að sprengja fullt af bandarískum flugvélum"
svo var eitthvað fleira sem ég man ekki.. börn eru sniðug
Gunnar: "en Kári, afhverju eru bandaríkjamennirnir í írak að drepa alla hermennina þar?"
Kári: "því bandaríkjamennirnir hata írösku hermennina og írösku hermennirnir hata bandaríkjamennina og þessvegna eru þeir að drepa hvorn annan"
Gunnar: "afhverju er aldrei aldrei stríð í bandaríkjunum?"
Kári: "ég veit það ekki.. það eru samt alltaf einhverjar flugvélar að springa þar.."
Gunnar: "ég er að fara til Kanada á morgun.. er nokkuð stríð þar?"
Kári: "neei ég held ekki. Er samt ekki viss. Sko ef ég væri bandaríkjaforseti þá myndi ég bara segja "ekkert stríð! ekkert stríð!" og þá mundu þeir hætta að drepa hvorn annan."
Gunnar: "ég frétti að bandaríkjamenn væru búnir að varpa fullt af kjarnorkusprengjum á írak"
Kári: "já. og írösku hermennirnir eru líka búnir að sprengja fullt af bandarískum flugvélum"
svo var eitthvað fleira sem ég man ekki.. börn eru sniðug
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim