Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, desember 31, 2003

jæja rétt áðan fékk ég að gera það sem öllum Íslendingum finnst gaman... að gefa útlendingum viðbjóð... ég leyfði Anne að smakka mysu.... hún fílaði hana ekki.. það var fyndið

lag dagsins: Muse - Fury/Get a Grip
he's a fat little insect
a fat little insect
a fat little insect
a fat little insect
a fat little insect
a fat little insect
a fat little insect
a fat little insect
a fat little insect
jæja þá er að koma nýjár... hver veit hvað gerist... ekki ég... samt svona næstum því... hahaha... annars vill ég bara segja gleðilegt nýár o.sv.frv.... veit ekki hvort ég muni blogga mikið eða slíkt á næstu dögum/vikum... ég veit ekki hvað gerist... við sjáum bara til.........................

þriðjudagur, desember 30, 2003

djöfull er ég feitt ekkert að geta sofnað yo... ég var að telja kindur á dönsku og var við það að sofna þegar löppin á mér snerti löppina á Anne þannig að hún hrökk við... svo byrjaði hún e-ð að bylta sér og tala upp úr svefni... það var fönní sjitt...

lag dagsins: Jonny Greenwood - Tehellet
að soofa að sooooofa.... skemmtilegur dagur í dag... ég held samt að ég sé að verða geðveikur... en jæja þannig er lífið...

mánudagur, desember 29, 2003

jæja... Anner komin.. mjög gaman en jafnframt mjög furðuleg tilfinning... birti myndir einhverntíman seinna...

laugardagur, desember 27, 2003

böböbö... ég er að fara með Komma á íslan vs. pressuliðið á eftir... það verður gaman... annars hef ég fátt að segja.. á morgun lítið að gerast og svo á mánudaginn er það bara beint á flugvöllinn að sækja Anne... á þeim tímapunkti verð ég annaðhvort stressaðasti maður alheimsins, það stressaður að ég er kominn í einhverja aðra vídd í stressi, eða búinn að hengja mig... en við sjáum til..

annars er Krummi byrjaður að blogga aftur.. eða kannski er þetta bara önnur þykjustubyrjun.. allavegan aer þetta löng og sniðug færsla... Arnold rokkar

föstudagur, desember 26, 2003

peh... ég var að labba niðrí bæ áðan og rak augun í jólaskreytingar sem fólkið hjá Eymundsson var búið að setja upp hjá sér. Dauða jólasveina hangandi í snöru. Mér krossbrá auðvitað og fór að skoða þetta betur, en það var ekki um að villast, liðið hjá Eymundsson hefur eitthvað mikið á móti jólunum eða jólasveinum.. einhverjir munu kannski halda því fram að jólasveinarnir hafi einfaldlega verið að klifra upp á bygginguna (afhverju í fjandanum ættu jólasveinarnir annars að vera að klifra upp á Eymundsson?), en þar sem fæturnir þeirra héngu í lausu lofti og hendurnar var hvergi að sjá þá getur það varla verið...

annars var ég að horfa á Terminator 3 í gær í fyrsta skipti og var bara mjög sáttur... ekki jafn góð og terminator 2 en engu að síður fín.. held að næstu terminator myndir gætu orðið mjög áhugaverðar.. allavegana býður endirinn upp á margt.. það fyndnasta fannst mér samt audio commentaryið með Arnold sjálfum og einhverjum fleirum, þar sem Arnold talar á einum stað í myndinni í svona 10 mínútur um "his muscular body" og hvað hann hafi verið stressaður fyrir að gera atriðið í byrjun myndarinnar þar sem hann birtist nakinn... þar fræðir hann okkur um þær miklu væntingar sem geru gerðar til manns sem hefur verið valinn Herra Heimur og unnið ótal vaxtarræktakeppnir eins og hann orðar það sjálfur... svo segir hann "my naked butt" tvisvar í sömu setningu...

lag dagsins: Sufjan Stevens - Niagra Falls

miðvikudagur, desember 24, 2003

ohh bloggið mitt er í einhverju föööökki.... ég nenni ekki að blogga á morgun... þannig að ég ætla bara að óska öllum sem lesa þetta gleðilegra jóla og þakka ykkur um leið fyrir að nenna að lesa kjaftæðið í mér... ö´öö já fleira var það ekki

þriðjudagur, desember 23, 2003

mér finnst fyndið að ég fæ actually heimsóknir útá það að fólk er að klikka á linkinn á sjálfan mig... annars er klukkan 16:38 á þorláksmessu og ég e rekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf.... i live on the edge!
ef það er eitthvað lag í heiminum sem venst vel þá er það lagið 12:51 með the strokes.. ég hataði það fyrst en finnst það núna fínt... það breytir samt ekki því að mér finnst strokes leiðinleg hljómsveit og fyrsta platan þeirra var ömurleg... en þetta er allavegana besta lag sem þeir hafa gert að mínu mati..

annars fór ég í dag og keypti fullt af fötum í dag.. það hef ég ekki gert í maaarga marga tíma.... ég er allavegana geðveikt töff núna..
eftir það fór ég svo heim og horfði á bókina hans Hannesar Hólmsteins rakkaða niður á stöð 2 (og líka fyrr um daginn í Víðsjá)... ég er reyndar á móti því að fólk sé e-ð að dissa bækur manna án þess að hafa lesið þær bara útaf pólitískum skoðunum höfunda (þó ég sé helvítis hræsnari og geri það sjálfur) en ég varð bara að hlæja þegar ég sá þetta... ég hefði líklega haft einhverja samúð með gaurnum ef hann hefði ekki gert svolítið sem ég ætla ekki að tala um hér.. en allavegana.. þetta var fyndið

lag dagsins: The Strokes - 12:51

sunnudagur, desember 21, 2003

ég ákvað að fjarlægja færsluna um gauriinn sem Jack White lamdi þar sem mér var byrjað að líða illa að horfa á myndina..
annars er hárið á mér strax byrjað að verða fyrir árásum frá einhverjum rasistum (Hjölla), þannig að ég mun fljótlega hafa aðra félagsfræðilega könnun þar sem lesendur verða að skera úr um hvort ég sé rauðhærður eða ekki.. og Hjölli má ekki taka þátt í henni því hann er drulluhali.. that's right, drulluhali
ég get ekki lýst með orðum hvað ég fyrirlít Hannes Hólmstein mikið... ég ætla samt ekki að tjá mig um ástæður þess hér..
en andskotans drasl.. ég þarf að byrja að kaupa jólagjafir handa fólki.. og ég er skítblankur.... svo er skítkalt úti og ofnnin hérna inni er bilaður.. voðalega er þetta alltaf e-ð erfitt líf...

annars var ég að fatta að Anne kemur hérna eftir nákvæmlega 8 daga og mun dvelja hjá mér í heila 5 daga... ég er að fara að hitta í fyrsta skiptið á ævi minni stelpu sem ég hef þekkt í 2 ár en aðeins talað við í gegnum netið, síma og séð myndir af.... stress!
jæja ég ákvað að setja mynd af mér hérna við hliðiná svo að þessi webcam sem ég keyðti þjóni einhverjum tilgangi
ég ákvað líka að hafa hana svarthvíta því ég er semi-rauðhærður og ég vill ekki að einhverjir rasistar fari að ofsækja mig á kommentakerfinu

laugardagur, desember 20, 2003

djöfullinn... Uma Thurman er búinn að finna sér nýjan gaur strax.. ég sem ætlaði að swoopa in og vera hetja.. ojæja...

annars er ég að fara í tvítugsafmæli á eftir og svo kannski á lord of the rings.. alltaf gaman

leiðrétting: ég kemst ekki á lord of the rings.. það er uppselt
hahahah ég fann sniðugt drasl sem segir manni hvað maður héti ef maður byggi í bandaríkjunum.. ég ætla að birta nokkur nöfn vina og vandamanna.. og ef einhver er í fýlu því hann vantar, þá er ástæðan mjög líklega sú að ég vissi ekki eftirnafn viðkomandi...
Egill Viðarsson = Leo Norton
Viðar Hreinsson = Arthur Hanson
Auður Viðarsdóttir = Carrie Terry
Anna Guðrún Júlíusdóttir = Irene Soto
Ingólfur Júlíusson = Bobby Sherman
Ari Júlíus Árnason = Christopher Hale
Hrafn Jónsson = Gary Estrada
Jóhannes Páll Friðriksson = Victor Mendez
Hjörleifur Skorri Þormóðsson = David McGuier
Ólafur Páll Torfason = Rick Frank
Ólafur Thors = Louis Cunningham
Erna Kristín Blöndal = Loretta French
Eyjólfur Kári Friðþjófsson = Alvin Dean
Stígur Helgason = Vincent Hale
Soffía Jónsdóttir = Lauren Snyder
Bjarndís Líf Friðþjófsdóttir = Martha McLauglin
Hrafn Fritzson = Paul Leonard
Lovísa Arnardóttir = Lori Doyle
Hildur Knútsdóttir = Kathy Williams
Arnar Kormákur Friðriksson = David Stokes
Þorbjörg Karlsdóttir = Rachel Perry
Sigfús Sturluson = Luis Alvarado
Örn Erlendsson = Chris Soto

ég nenni ekki að gera fleiri.. ég vill ekki að það sé alltof augljóst hversu óendanlega lítið ég hef að gera
en þessi síða er allavegana á http://www.blazonry.com/scripting/usname.php

föstudagur, desember 19, 2003


drasl drasl drasl drasl drasl ég er farinn að sofa

fimmtudagur, desember 18, 2003

jæja gaurinn í kastljósinu talaði illa um bókina hans hannes hólmsteins.. gott.. ég hata allt.. ég sá það reyndar ekki en horfi á það í kvöld

ég labbaði niðrí bæ áðan og sá einhvern múgæsing meðal andanna hjá tjörninni... og í miðri þvögunni var einhver gaur með skegg að pikka fight við eina öndina.. það var fyndið

lag dagsins: Radiohead - Let Down

Transport, motorways and tramlines
Starting and then stopping
Taking off and landing
The emptiest of feelings
Disappointed people clinging on to bottles
And when it comes it's so so disappointing

Let down and hanging around
Crushed like a bug in the ground
Let down and hanging around

Shell smashed, juices flowing
Wings twitch, legs are going
Don't get sentimental
It always ends up drivel

One day I'm going to grow wings
A chemical reaction
Hysterical and useless
Hysterical and ...

Let down and hanging around
Crushed like a bug in the ground
Let down and hanging around

Let down again
Let down again
Let down again

You know, you know where you are with
You know where you are with
Floor collapsing
Floating, bouncing back
And one day....
I am going to grow wings
A chemical reaction
Hysterical and useless
Hysterical and...

Let down and hanging around
Crushed like a bug in the ground
Let down and hanging around
hæ krakkar!
hvað segiði nú gott?

ég komst að því í gær (eða fyrir nokkrum dögum) að systir mín sem er 16 ára gömul fær ennþá í skóinn.. HÚN FÆR ENNÞÁ Í SKÓINN... hún hætti að trúa á jólasveininn fyrir sona 8 árum, en krefst þess samt að fá í skóinn eins og litlu systkini okkar.. ég veit ekki hvort ég eigi að túlka það sem græðgi, gott viðskiptavit, eða heimsku... en þar sem systir mín er frekar gáfuð þá veit ég ekki hvað skal segja... svo er ég líka heví bitur, því þegar ég var lítill þá fékk ég bara alltaf mandarínu eða e-ð drasl í skóinn, því pabbi og mamma voru fátæk og nenntu ekki að pæla í því... systkini mín fá hinsvegar dvd myndir, aksjónkalla og allskonar drasl... ekki það að pabbi og mamma séu eitthvað ríkari, heldur keyptu þau einhvern kassa með fullt af drasli til að setja í skóinn.. ég veit ekki hvort ég ætti að beina reiði minni að foreldrum mínum eða gaurnum sem fann upp jólasveininn.. allavegana er ég að spá í að setja skóinn minn út í gluggan í kvöld til að hefna mín...

en núna ætla ég að fara að klára valið mitt fyrir næstu önn
bless bless krakkar!
ég er kominn heim með tölvuna.. ég fór á ball í kvöld og er sótölvarðure og ekekrt hress.. í staðinn fyrir að fara heim vælandi og í sjálfsvorkunn eftir ballið eins og venjuelga ákvað ég að fara aftur í lanið hjá strákunum.. það var gaman.. núna er ég kominn heim... nenninnir einhver að gera eitvhað ... léleg bíómynd,, bless

miðvikudagur, desember 17, 2003

já... ég ákvað að eyða síðustu færsluþar sem ég las hana yfir í dag og fattaði að hún var ekert þar sniðug... gæti verið að þetta gæti sært einhvern og þar sem að þetta er mest allt lygi og ýkjur þá vill ég ekki að það gerist.. var braa í undarlegu skapi í gær..

þriðjudagur, desember 16, 2003

jæja aular, ég er snúinn aftur
snúinn aftur frá hverju spyrjið þið? ég veit það ekki...

ég er önd!

mánudagur, desember 15, 2003

já... var að kaupa miða á jólaballið í MR.. allt mjög áhugavert.. nú ætla ég að halda áfram að færa drasl inn í herbergið mitt

ps. þetta var án efa tilgangslausasta færsla allra tíma.. ég legg til að þeir sem eru ósammála mér lesi hana yfir svona 20 sinnum og ákveði sig svo
ég hata þegar maður fer út í búð og kaupir sér 3 pakka af núðlum, kemur svo heim og ákveður 3 tímum seinna að borða þær, en finnur þær ekki og ákveður svo að þær hljóti að vera í jakkanum sem maður var í þegar maður fór útí búð, svo finnur maður heldur ekki jakkan og leitar að honum út um allt, svo þegar maður loksins finnur hann þá er ekkert í honum.. er alltaf að koma fyrir mig

svo held ég að ég sé með krampa í vinstra lærinu
já... búinn að leggja nýtt teppi.. alveg magnað... gamla teppið náði ekki að sigra og ég tortímdi því um leið og ég kláraði að rúlla því upp... svo gerði ég nokkrar mjög asnalegur breytingar í herberginu mínu.. behold


en núna er ég farinn að lúlla

lag dagsins: Sigur Rós - Debata Mandire

sunnudagur, desember 14, 2003

já... ég var að horfa á þýsku myndina Das Experiment.... hún var vægast sagt disstörbíng....
fyrir þá sem ekki vita, þá er myndin byggð á umdeilda rannsókn sem átti sér stað í Stanford háskóla í bandaríkjunum árið 8. áratugnum, sem fólst í því að um 20 háskólanemum var komið fyrir í fangelsi og átti helmingur að leika hlutverk fangavarðanna en hinn helmingurinn hlutverk fanganna. Tilraunin átti að standa yfir í 2 vikur en var hætt eftir aðeins 6 daga þar sem ástandið var orðið viðbjóðslegt. Fangaverðirnir höfðu breyst í einhverja über-sadista sem fóru hræðilega með fangana og fangarnir voru allir í algjöru rusli tilfinningalega.. myndin ýkir reyndar aðstæðurnar soldið mikið undir lokin, enda er hún ekkert fullkomlega byggð á atburðunum, en engu að síður..

niðurstaða: ég mun aldrei aftur treysta neinum
í dag var gaman ég vaknaði og svo fór ég og keypti teppi í herbergið mitt og svo fór ég í bt með bróður minum og keypti nýtt lyklaborð því ég henti hinu í gólfið og það splundraðist svo fór ég heim og borðaði pizzu og bölvaði móður minni fyrir að hafa hvorki sett lauk á pizzuna né keypt sósu með brauðstöngunum svo sat ég og gerði ekki neitt í sona 4 tíma svo fóru pabbi og mamma og ég passaði börnin og svo kom Þorbjörg í heimsókn og við horfðum á sjónvarpið svo fór Þorbjörg og svo kom óli og kærastan hans og sóttu mig og svo mundi ég ekki hvað kærastan hans óla hét og svo fórum við í risapartí hjá kópavogsbúum sem við kynntumst útá krít og svo fór ég heim og svo labbaði ég útá bsí og keypti nammi og kók fyrir myndina sem ég ætla að horfa á aleinn og svo er ég núna kominn heim og er að fara að horfa á myndina en er fyrst að skrifa þetta fattiði?
bless

laugardagur, desember 13, 2003

já... Keikó er dauður. ég á eftir að sakna þeim löngu og innihaldsríku samræðum sem ég átti við hann... hann var ekki bara fiskur, hann var vinur.

annars finnst mér besta fréttin um þetta sú sem er að finna á textavarpinu...
"Háhyrningurinn Keikó er allur, 27 ára.
Umsjónarmenn hans í Noregi segja
dauðann hafa borið brátt að, Keikó hafi
veikst skyndilega og drepist úr lungna-
bólgu. Hann var sex tonn að þyngd. "

svona getur gerst þegar fluttar eru dánafregnir um fiska...
yfirleitt hefði svona frétt endað á "hann skilur eftir sig konu og 3 börn" eða eitthvað, en þar sem það var líklega ólöglegt fyrir Keikó að gifta sig er eins og þeir hafi ekki ekki haft hugmynd um hvernig átti að enda fréttina.

ég er að spá í að fara fram á að dánafregnin um mig verði með þessu sniði..

"Athafnamaðurinn Egill Viðarsson er allur, 19 ára.
Umsjónarmenn hans á Íslandi segja
dauðann hafa borið brátt að, en hafa
annars neitað að tjá sig um málið.
Hann var 65 kíló að þyngd"
já... þá er maður búinn að kaupa teppi og munu teppalagningar hefjast í dag... gleði. loksins get ég boðið fólki í heimsókn til mín án þess að það verði hrætt....
annars var ég að fá enn eina einkunnina... ég fékk 10,0 á félagsfræðiprófi og er þetta undarlegasta tilfinning sem ég hef fundið fyrir.. ég held ég hafi síðast fengið 10 á prófi sem skiptir máli einhverntíman í 7 eða 8 bekk og ekki nóg með það, heldur þýðir þetta að ég fékk 9.51 í lokaeinkunn sem er hækkað upp í 10. Ég tek því til baka allt það slæma sem ég sagði um einkunnagjafir í heilum tölum

föstudagur, desember 12, 2003

jæja búinn að fá lokaeinkunn í 2 fögum... fékk 9 í siðfræði og 8 í sálfræði (þar sem ég var lækkaður úr 8.44 niður í 8.... það er drasl að gefa einkunnir bara í heilum tölum).. ég er bara nokkuð sáttur við það.. nú bíð ég bara eftir félagsfræðinni og spænskunni...
já... það er alveg rosalegt kontrastið milli herbergisins míns og herbergis systur minnar hérna við hliðina...
þegar maður labbar inn til hennar finnur maður reykelsisilm, sér nýlagt teppi og nýmálaða veggi, í hillunum má finna fjölskyldumyndir, bækur og ýmsilegt sniðugt drasl og svo má heyra fallega jólatónlist...
svo kemur maður inn til mín.. þar blasir við viðbjóðslegt, skítugt óryksugaðu teppi, ormétnar hillur sem eru við það að hrynja í sundur og mikið magn af rykföllnu drasli sem liggur á þeim.. ég er að spá í að setja á eitthvað dauðarokk til að fullkomna þetta algjörlega...

jæja ég er þó að fara að teppaleggja um helgina þannig að þetta er ekki alslæmt...

LALAALLALALA
nennir einhver að komað leika við mig í kvöld?

lag dagsins: Mínus - Chimera
já... sofnaði kl. 10 í gærkvöldi... vaknaði kl. 5 (núna)... alltaf gaman að vakna á gamalmennatímum... ég held ég fari í sund eða e-ð...

fimmtudagur, desember 11, 2003

já.. ég er ennþá eftir mig eftir þessa tónleika... og svo er ég líka búinn í prófum! \o/
rúllaði þeim öllum upp barasta held ég...
núna er ég að hlusta á Mínus... þeir voru að hitta upp fyrir Muse í gær og stóðu sig mjög vel.. spiluðu bara lög af Halldóri Laxness sem er kúl þar sem það eru eiginlega einu lögin sem ég þekki með þeim... annars stóð líklega uppúr hversu óendanlega ógnvekjandi bassaleikarinn þeirra er.. sjitt...
btw. ég held ég sé eini maðurinn í heiminum sem er með link á sjálfan mig.. er ég ekki geðveikt sniðugur?
.... =/
já... eins og ég sagði voru þessir tónleikar geðveikir.. er bara fyrst að átta mig á því núna... en ég hefði samt viljað að prófin hefðu klárast í gær.. þá hefði ég getað farið og djammað eftir tónleikana í þessu muse-eftirpartíi með hreinni samvisku.. þar hefði ég getað dottið í það og ofsótt gaurana í muse með einhverju icelandic vikings kjaftæði og einhverjum stangastökksbröndurum, en neeeiiii.. ég þurfti að verað fara í próf daginn eftir..

annars hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég er skrýtinn.. reyndar var ég ekkert að komast að þeirri niðurstöðu, ég hef alltaf vitað það og hef heyrt það frá fólki.. ég þarf bara að sætta mig við það.. það er m.a. ástæðan fyrir því að ég á erfitt að tjá mig við fólk sem ég þekki ekki vel.. ég reyni að vera eðlilegur í samskiptum við annað fólk en það gengur oftast illa.. ég segi skrýtna hluti, haga mér skringilega og geri skrýtna hluti... held það sé kominn tími á að ég sætti mig við hversu vanskapaður ég er

lag dagsins: Muse - Blackout
já.. ég var á muse tónleikunum.. það var geðveikt.. en núna er ég farinn í eftirpartí með muse.. við sjáumst >:-|

miðvikudagur, desember 10, 2003

jæja.. kominn úr spænskuprófinu... drullaði algjörlega yfir það... þá er ég reyndar að miða við spænskugetu mína í emmerr þannig að ég fæ kannski sona 7 eða 8... og þetta munnlega próf var bara snjók (djók)
svo tók ég aftur naglann á þetta og labbaði báðar leiðir... ég ákvað að taka Sigur Rósar disk með og hlusta á hann á leiðinni svo á leiðinn heim labbaði Kjarri (hljómborðs/píanó/alltleikarinn hjá þeim) framhjá mér meðan ég var að hlusta... það var undarlegt..
já.. í þessum spænskuáfanga var sagt í upphafi að við þyrftum að læra 4 sagnorð og 10 nafnorð í hverri viku... ég fann aldrei hvar þessi orð voru þannig að ég ákvað að nota þá aumingjaleið að segjast abra aldrei hafa fundið það... svo far ég að finna hvar þetta er núna... nóttina fyrir prófið... ég þarf að læra um 500 orð á einu kvöldi.. ég sem kann ekki rassgat í spænsku.. aumingja ég.. vælvælvælvæl... jæja best að hefjast handa..
neeeei ég þarf að fara í munnlegt spænskupróf... helvíti... jæja...

þriðjudagur, desember 09, 2003

ég vill þakka öllum sem tóku þátt í félagsfræðirannsókninni minni. þeir sm gerðu það ekki en lesa samt bloggið eru drasl..
annars fór ég í sálfræðipróf áðan.. gekk ágætlega.. labbaði í og úr skólanum því ég er harður nagli.. (prófið var uppí FÁ og ég bý í vesturbænum)
jesss.. eyjó fer á muse og Oddur líka... mér er borgið \o/

mánudagur, desember 08, 2003

já... þegar ég fór í FÁ þá bjóst ég við því að lífið yrði svona 20 sinnum auðveldara en í MR varðandi magn námsefnis, en núna er ég að lesa f. sálfræðipróf og var að fatta að ég þarf að lesa 259 blaðsíður fyrir prófið í einhverri hlussubók... og í félagsfræði þarf ég að lesa 300 blaðsíðna bók sem er 21 kaflar meðan fólk í mr þarf bara að taka fyrstu 4 kaflana eða e-ð í sömu bók....
samt sem áður virðist það ekki skipta neinu..

niðurstaða: kennsluaðferðir í MR eru drasl og prófin eru asnaleg og ósanngjörn
Jói er hér.. ég held hann hafi ekki séð Die Hard 1...
annars var ég andvaka til kl. 7 í morgun... og vaknaði svo kl 3... það er ekkert kúl við það...
svo eru muse tónleikar á miðvikudaginn.. ég auglýsi enn og aftur eftir einhverjum sem er á mínum aldri sem er að fara...
en jæja ég er farinn að læra fyrir sálfræði

lag dagsins: Jeff Buckley - Morning Theft
djöfull er The Edge í U2 asnalegur...
mun ég nú reyna að sanna mál mitt.
1. hann kallar sig "The Edge". maðurinn er kominn yfir fertugt og kallar sig ennþá "The Edge"
2. hann er oft með hvítan kúrekahatt. það er aldrei töff að vera með hvítan kúrekahatt... ef hann er ekki með hann þá er hann alltaf með asnalega húfu.
3. ef hann er ekki með yfirvaraskegg þá lítur hann út fyrir að vera þroskaheftur. Ef hann hinsvegar ER með yfirvaraskegg þá lítur hann út fyrir að vera redneck frá Arkansas. He can't win.
4. og að lokum, það síðasta sem ég mun nota máli mínu til stuðnings, þessi mynd:


niðurstaða: The Edge er asnalegur
já.. búinn að vera að læra sálfræði í alla nótt.. voðalega er ég duglegur...
annars fann ég áhugaverða mynd í einhverju albúmi um daginn:

þetta frá því þegar ég merkur vísindamaður.. en þeir dagar eru að baki

laugardagur, desember 06, 2003

já... ég tékkaði á stattadæminu fyrir bloggið áðan.. og sá að ég er alltí einu að fá alveg helling af heimsóknum.. það var yfirleitt í kring um 30 og fór kannski hæst upp í 40-45 heimsóknir á dag en í gær fékk ég allt í einu 142 heimsóknir (reyndar voru sona 50 af þeim héðan) og í dag er ég búinn að fá 73 heimsóknir.. þannig að ég ætla að gera svipaða félagsfræðilega könnun og Stígur gerði um daginn og biðja þá sem lesa bloggið mitt að kommenta á þessa færslu til að láta vita af ykkur... þannig veit ég hvort það er virkilega e-ð fólk að lesa þetta eða hvort það er bara einhver einn gaur að ýta á refresh takkann hjá sér


....og þá veit ég líka hverja ég get talað illa um og sona >:-|
ég vill ítreka það enn og aftur að ég hata spænsku
:|

lag dagsins: The Roots - Pussy Galore
hún litla systir mín hún Gunnhildur, krútt og atvinnugeðsjúklingur á 9 ára afmæli í dag.. það er ástæðan fyrir því aðég er vakandi svona snemma.. ég var neyddur til að syngja afmælissönginn fyrir hana og drekka kakó og éta drasl með fjölskyldunni.. svo er barnaafmæli á eftir og húsið mun fyllast af álíka rugluðum vinkonum hennar....
það er allt að fara til fjandans hjá mér... fyrst uppgötva ég að ég skildi dvd mynd eftir í hinum mannlega brennsluofni.. svo sulla ég kóki út um allt (HATA þegar það gerist) svo er ég að þurrka það upp og sulla niður glasinu með dauðu rósinni sem mamma gaf mér, og svo sparka ég í helvítis borðið... AAAAA

ps. er einhver að fara á muse? ég var að fatta að það er enginn sem ég þekki að fara nema systir mín og geðveiku vinkonur hennar, en það telst ekki með.. endilega látið mig vita ef þið eruð að fara svo ég geti hangið í kringum einhvern og litið út fyrir að vera kúl
ég gerði þau hræðilegu, hræðilegu mistök að skilja dvd mynd sem ég er með á leigu eftir í bílnum hans eyjó... svona gerir maður ekki..
já... ég var að tala við Stíg áðan... og hann benti mér á þessa síðu... þetta er semsagt síða sem er haldið uppi af Tyrfingi Tyrfingssyni, sem er strákur í MH sem ég hef aldrei hitt (nema einusinni á fylleríi), en honum var meðal annars nauðgað í hinni margrómuðu busamynd MH...
allavegana.. þessi síða er eitthvað það mesta rugl sem ég hef séð á ævi minni.. hún er reyndar svo mikil snilld að ég ætla að setja link á hana...

föstudagur, desember 05, 2003

Hérna er link á Rejected.. myndina sem ég talaði um fyrir nokkrum vikum... ég grátbið alla sem lesa þetta að horfa á hana...
Siggi
You are Sigurdur. He is cool. He stays in school,
but he doesn't know why!!


Which Guy Are You?
brought to you by Quizilla

=|
já.. lét systur mína breytta blogginu mínu (takk Auður).. mér finnst þetta fínt.. skárra en þetta græna ógeð.. annars hef ég hryllilega lítið vit á öllu því sem tengist hins sjónræna.. þannig er það nú

þetta er goðsögnin... héðan í frá verður þetta reiði kallinn sem ég mun alltaf nota
annars var ég að gramsa í gegnum gamlar bloggfærslur og komst að því að fyrsta lag dagsins var lagið Slow Bicycle með múm... og það var í byrjun janúar.. áhugavert!
já þá er maður loksins búin að fá sig metinn inn í þennan skóla.. og ég stefni að því að taka stúdentinn á næstu 2 önnum... við sjáum hvernig það gengur... annars dreymdi mig hryllilega martröð... mig dreymdi að hann DJ Iceberg (Krummi) hefði stungið mig í bakið í sambandi við rave hljómsveitina og teki ðcredit fyrir öll lögin okkar.. svo varð hann geðveikt frægur og æðislegur og var alltaf í viðtölum og fór til Ibiza að djamma með gaurnum í Scooter meðan ég sat heima með sárt ennið... damn you krummi.. damn you!

lag dagsins: The Beatles - I Am The Walrus
hann óli t er byrjaður að blogga aftur... það eru gleðitíðindi þar sem hann er með skemmtilegri mönnum...

annars er ég pirraður.. meira um það seinna (aldrei)

fimmtudagur, desember 04, 2003

ég bætti við linkum á blogg sem mér finnst skemmtileg ----->
og hana nú!
já... var að koma úr siðfræðiprófi.. held ég hafi bara rúllað því upp.. það er aðallega þökk sé krossaspurningunum.. spurningarnar voru kannski ekkert alltof léttar en valkostirnir voru áhugaverðir.. hér er dæmi um spurningu sem hefði getað verið á prófinu:

Hvað er lágmarkssiðferði?
(a) Hamborgari á American Style.
(b) Ég er kind.
(c) Vopn sem gerir okkur það kleift að tortíma óvinum okkar án þess að fá samviskubit.
(d) Bíllinn sem James Bond keyrði á í Goldeneye
(e) Sú lágmarkskrafa að menn leitist við að haga breytni sinni í samræmi við skynsemi og gera það sem hin bestu rök styðja.
já.. ég og Krummi erum búnir að stofna hljómsveit.. við verðum rave-dúó og öll okkar lög munu vera unnin í hinu ömurlega tónlistarforriti Fruityloops... Krummi mun vera DJ Iceberg, en ég mun vera DJ Zexual, og við erum búnir að setja okkur það takmark að klára fyrsta lagið okkar fyrir áramót... ég leyfi ykkur svo að heyra afraksturinn þegar það er tilbúið...

lag dagsins: Radiohead - Airbag
LAW: It is illegal for a bingo game to last longer than five hours, unless the bingo is being played at a fair.
COUNTRY: USA / STATE: North Carolina
CITATION: §14-309.8. Limit on sessions.
ACTUAL: The number of sessions of bingo conducted or sponsored by an exempt organization shall be limited to two sessions per week and such sessions must not exceed a period of five hours each per session. No two sessions of bingo shall be held within a 48-hour period of time. No more than two sessions of bingo shall be operated or conducted in any one building, hall or structure during any one calendar week and if two sessions are held, they must be held by the same exempt organization. This section shall not apply to bingo games conducted at a fair or other exhibition conducted pursuant to Article 45 of Chapter 106 of the General Statutes.

LAW: One must not collect seaweed.
COUNTRY: USA / STATE: New Hampshire
CITATION: TITLE XVIII
FISH AND GAME
CHAPTER 207
GENERAL PROVISIONS AS TO FISH AND GAME
Collecting Seaweed
Section 207:48
ACTUAL: In Night: If any person shall carry away or collect for the purpose of carrying away any seaweed or rockweed from the seashore below high-water mark, between daylight in the evening and daylight in the morning, he shall be guilty of a violation.

LAW: It is illegal to wear a bulletproof vest while committing a murder.
COUNTRY: USA / STATE: New Jersey
CITATION: 2C:39-13 Unlawful use of body vests.
ACTUAL: A person is guilty of a crime if he uses or wears a body vest while engaged in the commission of, or an attempt to commit, or flight after committing or attempting to commit murder, manslaughter, robbery, sexual assault, burglary, kidnapping, criminal escape or assault under N.J.S.2C:12-1b. Use or wearing a body vest while engaged in the commission of, or an attempt to commit, or flight after committing or attempting to commit a crime of the first degree is a crime of the second degree. Otherwise it is a crime of the third degree.



g:-|

miðvikudagur, desember 03, 2003

teppið inni í herbergi hjá mér er viðbjóðslegt... það er reyndar svo viðbjóðslegt að ég á erfitt með að læra hérna inni eða gera nokkurn skapaðan hlut, bara því ég veit af þessu ógeði undir mér...
ég gerði mér alveg grein fyrir viðbjóðsstigi teppisins áður, en það var ekki fyrr en í gær að ég fór að skoða það vel og komst að því hversu stórkostlegt þetta er í raun.. hér er dæmi

þetta er auðvitað bara brot af þeirri viðurstyggð sem má finna inni hjá mér, og þess má geta að gæði vefmyndavélarinnar sem ég notaði til að taka þessa mynd eru ömurleg..
í gær færði pabbi mér hinsvegar þær gleðifréttir að hann ætlar að hjálpa mér að setja nýtt teppi um þarnæstu helgi.. ég ætla bara rétt að vona að teppið lifni ekki við á þeim tíma og éti mig...
eflatmajor
Eb major - you are warm and kind, always there for
your friends, who are in turn there for you.
You are content with your confortable life and
what you are currently achieving; if you keep
in this state you will go far.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

þar hafiði það...
og núna fékk ég siðfræðiritgerð nr. 2 tilbaka.. fékk 9 fyrir hana líka.. svo er það bara prófið á morgun :D

ps. Anne, you're a drunk >:-D
já.. í gær horfði ég á Hulk með litla bróður og ég verð bara að segja að ég er mjög sáttur við útkomuna.. reyndar finnst manni soldið skrýtið að sami maðurinn og leikstýrði Sense And Sensibility hafi verið fenginn til að leikstýra þessari (Ang Lee).. en mér fannst það bara koma vel út.. auk þess var kúl að sjá Hulk lemja alla og brjóta allt og bramla.. Hulk er langflottastur

lag dagsins: Syd Barrett - Baby Lemonade
mér líst ekkert á þetta... zzZZZZzZZZzZZzzzZzzZz
ég er kominn með leið á öllum mp3 lögunum mínum og öllum diskunum mínum... ég þarf að fá mér betri plötuspilara svo ég geti hlustað á alla steypuna sem pabbi gaf mér...
já... ég er ennþá að reyna að venjast því hvernig það er að fá góðar einkunnir í menntaskóla... t.d. fékk ég fyrr í dag rökfærsluritgerð tilbaka og fékk 9,0 fyrir hana (meðaleinkunn var 7,5).. ég er bara helvíti ánægður með það, sérstaklega þar sem ég er langyngstur í þessum áfanga (nokkrir nemendur eru komnir yfir fimmtugt)
en jæja ég ætlað fara að monta mig einhvrstaðar annarsstaðar..

þriðjudagur, desember 02, 2003

þessa mynd langar mig að sjá...
hohoho... já í gær horfði ég á áhugaverðar myndir... the fly I & II.... fyrri myndin var hálfgerður sálfræðitryllir en sú seinni eiginlega bara e-ð fyndið splatterdæmi... annars hef ég voða lítið merkilegt að segja.. ég gæti haldið áfram að setja upp myndir af Hugh Downs eða Tony Robbins, en ég nenni því ekki.. ég ætla því að farað læra fyrir próf.

lag dagsins: Microphones - Map

mánudagur, desember 01, 2003

já.. Donald Rumsfeld fékk skammarverðlaun frá einhverjum samtökum sem kalla sig Plain English Campaign sem berjast fyrir því að pólitíkusar og þannig tjái sig þannig að fólk skilji það.. hann fékk verðlaunin fyrir þessa setningu:

'Reports that say that something hasn't happened are always interesting to me, because as we know, there are known knowns; there are things we know we know. We also know there are known unknowns; that is to say we know there are some things we do not know. But there are also unknown unknowns — the ones we don't know we don't know.'

snilld...
annars er hann Siggi aftur byrjaður að blogga... reyndar bara kominn með alveg nýtt blogg.. hann er jafnskemmtilegur bloggari og Tony Robbins er með stóran kjaft, en bara svo það fari ekki á milli mála:


jæja þá fattar maður Tony Robbins brandarann í family guy...
:o
jæja ég var að fá ímeil frá Diane vinkonu minni í bandaríkjunum og hún kemur til íslands og verður hérna 25-30 mars! og svo um sumarið kemur stelpa sem heitir Paola sem ég þekki líka!! og Anne kemur núna í lok mánaðarins og verður hérna í 5 daga!

djöfulsins álag er á mér...