Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, ágúst 29, 2003

jæja.. ég hef ákveðið að hætta við að setja vinkonur systur minnar á ofurbusalista þar sem ég fæ það á tilfinninguna að þær líti nú á mig sem boðbera tortímingar og dauða.. þannig að ég biðst afsökunar og vona að ég hafi ekki uppskorið of mikið hatur í minn garð...

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

djöfull getur svona leiðindaveður farið illa í mann....
ég var á leiðinni heim úr vinnunni áðan og var að hlusta á X-ið og heyrði enn eitt dissið á FM hnakka... þegar maður var yngri, og X-ið var ekki jafnmikið sorp og það er í dag (eða kannski var maður bara lítill og vitlaus... ég veit það ekki) þá fannst manni svona skot vera alveg sjálfsögð og réttmæt.. .en áðan komst ég að því að báðar stöðvarnar eru álíka leiðinlegar.... ég er að spá í að skipta yfir og byrja að hlusta á FM í staðinn fyrir Xið...
afhverju þurfti ég að eignast systkini sem eru svona snargeðveik? ég þori ekki útúr herberginu mínu... það eina sem ég heyri frammi er "BAMM *drasl brotnar* AAAAAAAAA BOING *kýl* AAARRRGHHHH AAAAA FARÐU *meira drasl brotnar* *grenj* AAAAAAAAAAAAA"
ég er að spá í að klifra út um gluggann...

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

engir steiktir draumar í nótt... jú kannski... bless

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

nohh... ég er 12.62327% geek... hvað hef ég lært af þessu? að ég er 5.32545% minni geek en Doddi
Jöah!

http://www.innergeek.us/geek.html
ég hef ákveðið að fá útrás á pirringi mínum á MR með því að setja systur mína og allar vinkonur hennar í öllum framhaldsskólum á ofurbusalista >:-|
djöfull líður mér vel núna...

ég er að farað horfa á Bowling For Columbine núna... eina sem ég veit um þá mynd núna er að Michael Moore er feitur og að myndin fjallar um byssur... ég skrifa hvað mér finnst þegar hún er búin...
gallinn við dökkt súkkulaði er sá að það skilur eftir sig viðbjóðlegt eftirbragð ef það er nógu dökkt... samt er það miklu betra en ljóst... allir sem eru ósammála hafa rangt fyrir sér >:-|
... annars var ég að fá visareikninginn f. ferðina... 64.480 kall (þá er ekki talið með fríhafnarruglið í mér þar sem ég eyddi u.þ.b. 180 evrum..)... sem er bara alls ekki slæmt... samt getur það verið slæmt hvað maður missir alla tilfinningu fyrir fjárhæðum þegar maður fer svona út... ég keypti miða til Aþenu f. 50 evrur, týndi honum og var nokkurnvegin sama... ég keypti loftbyssu á 30 evrur sem ég notaði í nokkra daga og skildi hana svo eftir á eyjunni... svo keypti ég sundgleraugu á sona 5 evrur, en fannst þau ljót þannig að ég henti þeim og keypti ný í staðinn... svo keypti ég 3 pör af sandölum af því ég var of latur til að velja rétt númer...
hey vitiði hvað er bannað að gera útá Krít? að henda klósettpappír í klósettið... hann verður alltaf að fara í ruslatunnu.. hahahahah! (ekki lygi) >_<

en já.. skólinn byrjaði hjá flestum í dag... flestum nema MÉR... á föstudaginn átti sér stað mjög táknrænt móment... ég fór í vinnuna, en þurfti að taka strætó lækjartorgi þannig að ég fylgdist með fólki verað fara á skólasetningu MR.... ég táraðist næstum því... nei, reyndar er það haugalygi þar sem mér gæti ekki verið meira drullusama um þennan andskotans skóla... versti hlutinn er líklega sá að félagsleg einangrun verður óumflýjanleg í vetur... jæja þetta reddast einhvernvegin...

í nótt dreymdi mig stelpu sem ég var soldið hrifinn af í vetur... ég var í einhverju sumarhúsi útí rassgati og ég byrjaði að spjalla við hana, og hún sagði mér frá ást sinni á hollenskri transtónlist... þetta var hræðilegur draumur....

vá það er langt síðan ég hef skrifað svona mikið... þetta er ekki heilsusamlegt... þannig að ég ætla að hætta hér

lag dagsins: The Mars Volta - Inertiatic Esp
plata dagsins: And You Will Know Us By The Trail of Dead - Source Tags & Codes

mánudagur, ágúst 25, 2003

í fyrranótt dreymdi mig að ég var að labba nirrí bæ... og þá hitti ég fjölskylduna mína.. og ég var með þeim... semsagt ég hitti sjálfan mig... og ég fór ógeðslega mikið í taugarnar á mér.. mér fannst ég vera í ljótum jakkafötum, mér fannst ég tala asnalega og vera hávær og ófyndinn o.sv.frv... það var furðulegt... kannski ætti ég bara að þegja að eilífu..

föstudagur, ágúst 22, 2003

á meðan ég man... nýja Coldplay lagið er alveg óendanlega leiðinlegt
gleðigleðigleði!

plata dagsins: A Silver Mt. Zion - Bright corners e-ð blablabla

lag dagsins: Canibus - Poet Laureate II

djöfull er ég latur að skrifa hérna... en já... eftir 2 tíma fer ég að vinna.. ég verð að segja að þetta er skásta vinna sem ég hef nokkurntíman verið í.. kannski er það bara því ég er latur og þetta eru bara 3-4 tímar á dag... eina sem fer í taugarnar á mér er maðurinn/konann sem er að vinna þarna sem ég veit ekki hvort er maður eða kona... en ég held það breyti voða litlu því hvort sem þetta er maður eða kona, þá er þetta ófríðasta manneskja sem ég hef á ævi minni augum litið... en já ég er að spá í að fara á skiptibókamarkað núna og selja allar bækurnar mínar frá því í MR og græða fullt af pening..

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

ég var að fá nýja Muse diskinn í hendurnar þökk sé Degi snillingi... er að hlusta... líst bara mjög vel á

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

æjá.. og svo skrifa ég um ferðina á morgun.. ég nenni því ekki núna
ég var að fatta að ég á 160 diska, og ég hef ekki hlustað á nærri því alla til enda.. því hef ég ákveðið að skipta út lag dagsins dagskráliðnum og setja plata dagsins inn í staðinn og hlusta svo á einndisk á dag... og auðvitað fer þetta eftir stafrófsröð...

plata dagsins: Air - Moon Safari

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

jæja þá er maður kominn heim... alltaf gaman.. þessi ferð var mjög skemmtileg... allavegana framan af.. en ég nenni ekki að skrifa mikið um það á blogginu þar sem flestir sem lesa bloggið mitt voru með mér úti... ég geri það bara á morgun...

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

jaeja... herna er eg a e-u netcafe daemi a krit og eg og halldor erum ad bida eftir dodda og joa... bid ad heilsa ollum heima sem lesa tetta... ekekrt meira ad segja... bless

mánudagur, ágúst 04, 2003

lag dagsins: Blonde Redhead - I Still Get Rocks Off

sunnudagur, ágúst 03, 2003

jæja þá er ég bara farinn útá Krít... kem aftur eftir 2 vikur og þá vonandi betri maður... hohohoho
and i probably won't miss any of you cause you all suck... except for anne...
þetta var þýtt á ensku svo hún gæti skilið þetta.. er ég ekki góður?
en allavegana.. sjáumst krakkar mínir... þið 3 eða 4 sem lesið þetta...

laugardagur, ágúst 02, 2003

ég þoli ekki að ég þurfi að logga mig inn í hvert einasta andskotans skipti sem ég ætla að blogga... janvel þótt ég klikki á 'remember me' helvítis rugl og drasl og aasaæsidfgjdæfvbj....
mamma og krakkarnir eru núna á leiðinni út til danmerkur... og sjálfur fer ég út á mánud.... það verður nú aldeilis gaman! hohoho! >:-|
en ég er allavegana kominn gírinn....í gær fór ég í Spútnik og keypti ljótustu hawaii skyrtu sem ég fann.. líka sólgleraugu og stuttbuxur.. nú vantar mig bara sandala og þá er verk mitt fullkomnað