Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

gallinn við dökkt súkkulaði er sá að það skilur eftir sig viðbjóðlegt eftirbragð ef það er nógu dökkt... samt er það miklu betra en ljóst... allir sem eru ósammála hafa rangt fyrir sér >:-|
... annars var ég að fá visareikninginn f. ferðina... 64.480 kall (þá er ekki talið með fríhafnarruglið í mér þar sem ég eyddi u.þ.b. 180 evrum..)... sem er bara alls ekki slæmt... samt getur það verið slæmt hvað maður missir alla tilfinningu fyrir fjárhæðum þegar maður fer svona út... ég keypti miða til Aþenu f. 50 evrur, týndi honum og var nokkurnvegin sama... ég keypti loftbyssu á 30 evrur sem ég notaði í nokkra daga og skildi hana svo eftir á eyjunni... svo keypti ég sundgleraugu á sona 5 evrur, en fannst þau ljót þannig að ég henti þeim og keypti ný í staðinn... svo keypti ég 3 pör af sandölum af því ég var of latur til að velja rétt númer...
hey vitiði hvað er bannað að gera útá Krít? að henda klósettpappír í klósettið... hann verður alltaf að fara í ruslatunnu.. hahahahah! (ekki lygi) >_<

en já.. skólinn byrjaði hjá flestum í dag... flestum nema MÉR... á föstudaginn átti sér stað mjög táknrænt móment... ég fór í vinnuna, en þurfti að taka strætó lækjartorgi þannig að ég fylgdist með fólki verað fara á skólasetningu MR.... ég táraðist næstum því... nei, reyndar er það haugalygi þar sem mér gæti ekki verið meira drullusama um þennan andskotans skóla... versti hlutinn er líklega sá að félagsleg einangrun verður óumflýjanleg í vetur... jæja þetta reddast einhvernvegin...

í nótt dreymdi mig stelpu sem ég var soldið hrifinn af í vetur... ég var í einhverju sumarhúsi útí rassgati og ég byrjaði að spjalla við hana, og hún sagði mér frá ást sinni á hollenskri transtónlist... þetta var hræðilegur draumur....

vá það er langt síðan ég hef skrifað svona mikið... þetta er ekki heilsusamlegt... þannig að ég ætla að hætta hér

lag dagsins: The Mars Volta - Inertiatic Esp
plata dagsins: And You Will Know Us By The Trail of Dead - Source Tags & Codes

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim