Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, apríl 28, 2007

Ambient tónlist er falleg. Ég sit og læri með opin gluggann með sólin í augunum og hlusta á einhvern/einhverja Loren Dent sem ég hef aldrei heyrt um. Ég er samt mjög hrifinn.
Mér líður einstaklega vel núna og er að vonast til þess að sólin setjist ekki næstu 4-5 klukkutímana. Maður má alltaf vera bjartsýnn.

lag dagsins: Loren Dent - Essential Drifts

föstudagur, apríl 27, 2007

Það er held ég ágætistækni fyrir próflestur að byrja á því flóknasta og torskildasta í hverju fagi fyrir sig. Þá verður allt svo auðvelt sem á eftir kemur.

Það er því að mínu mati mjög sniðugt hjá mér að demba mér strax í að lesa andskotans kjaftæðið í Hegel áður en ég fer yfir í eitthvað annað. *bitur*

lag dagsins: Architecture in Helsinki - It'5!

fimmtudagur, apríl 26, 2007

"Amusement becomes a danger to practical life when the debit it imposes on these stores of energy is too great to be paid off in the ordinary course of living. When this reaches a point of crisis, practical life, or "real" life, becomes emotionally bankrupt; a state of things when we describe by speaking of its intolerable dullness or calling it a drudgery. A moral disease has set in, whose symptoms are a constant craving for amusement and an inability to take any interest in the affairs of ordinary life, the necessary work of livelihood and social routine. A person in whom the disease has become chronic is a person with a more or less settled conviction that amusement is the only thing that makes life worth living. A society in which the disease is endemic is one in which most people feel some such conviction most of the time."
- Einhver dauður gaur.

Ég veit ekki afhverju ég var að skrifa þetta allt upp...

eru ekki annars allir í stuði?

lag dagsins: Temptations - What becomes of the broken hearted?

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Crazed Durfunkles er nýju blúsdúóið okkar Hjölla

lag dagsins: Antony & the Johnsons - The Lake

mánudagur, apríl 23, 2007

Jæja þá þarf ég er drullast til að byrja að læra fyrir próf. *snökt*
Í gær ákvað ég að vera töff gaur og eldaði kjúklingarisotto fyrir heimilisfólkið, Alla, Jóa og Dísu. Reyndar fékk ég Alla til að hjálpa mér (m.ö.o. gerði það sem hann skipaði mér að gera), en þetta kom þokkalega út, þrátt fyrir að hafa brunnið eitthvað aðeins. Ég er stoltur af sjálfum mér og minni fyrstu tilraun til að elda eitthvað meira en 3 mínútna núðlur/hamborgara.
En já, bloggdagskráin mín hefur riðlast mikið undanfarnar vikur, en það breytist líklega núna þegar þessi fokking próflestur byrjar.

lag dagsins: Apparat - Useless Information

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ég fattaði nýlega hvernig á að port forwarda, og er núna aftur byrjaður að sækja tónlist á Oink á fullu þar sem ég get viðhaldið sómasamlegu ratioi núna (nenni ekki að útskýra fyrir þeim sem nota ekki torrentdrasl). Ég er búinn að sækja alveg heilan helling á undanförnum vikum, þó mest eitthvað drasl sem ég nenni ekki að hlusta á.
Ég vil þó taka það fram að þessi download-orgía mín er ekki endilega útaf einhverjum tónlistarlosta sem ég þarf að svala heldur er ég að reyna að hækka hlutfallið mitt og uploadmagn svo ég fái invite (annað sem ég nenni ekki að útskýra fyrir þeim sem vita ekki hvað ég er að tala um).

Það er nebblega þannig að afstaða fólks til tónlistar eftir alla þessa internet og ipodvæðingu fer svolítið í taugarnar á mér. Þetta sést best á mörgum þessum Oink notendum, og ýmsum öðrum, sem eru kannski að sækja einhverjar 10 plötur á dag. Afhverju þarf fólk að sækja allt sem hægt er að ná því og vera alltaf að hlusta á nýjasta nýtt, bara því það er allt í einu auðvelt að gera það? Whyyy?
Það er viðbjóðslega mikið framboð á netinu, en ég fæ það á tilfinninguna að fólk gleymi stundum að staldra aðeins við, og hlusta á helvítis plöturnar nokkrum sinnum, og af athygli.
Fyrir tíma Napster og internetsins þá keypti maður kannski eina plötu á viku (fyrir alltof mikinn pening hérna á Íslandi), og þar sem fólk var virkilega að eyða pening í þetta þá gerir maður ráð fyrir því að það hafi eytt tíma í að hlusta, og af athygli. Það hafi því allavegana að einhverju leyti lært að meta plötuna og upplifað hana eins og tónlistarmennirnir sjálfir hafi viljað að gert væri, enda fer hellingsvinna í að gefa út disk. Fyrir mitt leyti þá finnst mér allavegana mun skemmtilegra að vera gjörsamlega obsessed á einhverri einni plötu í lengri tíma og þekkja hana út og inn, frekar en að vaða úr einu í annað eins og einhver tónlistarhóra/hórkarl/hórhlutur.
Curse you internet, curse you!

sunnudagur, apríl 15, 2007

hahahhahahahahahah!

Fyndin orð:

Skinkuanus
Tyggjóbroddgöltur
Tuttugu
Saurgerlar
buxur

o.fl. o.fl.

ps. ég er alvarlega að spá í að hringja upp í Samsölubakarí og hundskamma þá fyrir að geta ekki drullast til þess að hanna þessar beyglur sínar almennilega.. það er ekki fræðilegur möguleiki að skilja þetta helvíti að til að rista þær, án þess að brjóta þær... AAAAAAAAÓPGJOKGM´ðæmKBcvx;mB ÞM,X

lögsókn er jafnvel inni í myndinni.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

*högg*

Ég er að missa tökin á tilverunni þessa dagana. Þið verðið að sætta ykkur við vondar færslur þangað til það gengur yfir.

*vond færsla*

mánudagur, apríl 09, 2007

Ég nenni ekki að blogga. Ég nenni eiginlega ekki neinu satt best að segja. Ó auma tilvera.

Við vorum að eignast hamstra. Það er því miður ekki hægt að skrifa nöfnin þeirra í rituðu máli þannig að þið þurfið að hringja í mig til að fá að heyra þau.

Bráðum byrja próf hjá mér. Mér er samt eiginlega alveg sama. Mig langar bara að sofna.

Það er nashyrningur í sjónvarpinu. Það er verið að klæða hann í kufl af einhverjum ástæðum. Nashyrningar eru almennt með mikla vömb af þessum myndum að dæma.

Lifið heil.

o_O

Fna

ps. Núna eru einhverjir fuglar að kroppa í nashyrninginn. Hann er ekki lengur í kufli.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Í gær lenti ég tvisvar í því að sjá gamalt fólk hrækja á götuna eins og óharðnaðir unglingar. Ég man að þegar ég stundaði slíkt þegar ég var ungur drengur þá lenti ég oftar en ekki í árás frá gömlu fólki sem barði mig með staf, kallaði mig bölvaðan sóða og þar fram eftir götum. En einn af þessum hrækjurum í gær var alveg um áttrætt. Hvernig á maður að túlka þetta?
Annars virðast allir vera að flytja eitthvað þessa dagana.. ég kominn hingað, Fúsi og Örn komnir á Hringbrautina, og Ásta og Eyjó flutt af túngötunni eitthvað út í rassgat.
Talandi um Ástu og Eyjó, þá eins og einhverjir kannski vita, eiga þau von á barni. Þetta er búið að vera leyndó í nokkrar vikur (frekar lélegt leyndó samt þar sem allir virtust vita af því), en núna er held ég óhætt að ræða um það opinberlega.
Ég samgleðst þeim innilega og hlakka til að spilla barninu þeirra með kandífloss, ofvöxnum böngsum og rapptónlist. Til hamingju lömbin mín!

ps. nennir einhver að horfa á meistaradeildina með mér annað kvöld?