Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Kl. 18 í kvöld kom pabbi til mín og furðaði sig á því að það væri opið útí bílskúr hjá okkur. Mér fannst það líka undarlegt þannig að ég fór út að tékka. Þá kom í ljós að martröð mín undanfarin 5 ár hafði ræst, og einhver hafði brotist inn. Það var s.s. búið að taka: gítarana mína tvo, bassann minn, synthann, mækinn, trommuheila, effektapedalana og magnara-mixerinn fyrir hljóðkerfið. Andvirði u.þ.b. 300.000 kr.

Við tók (ógeðslega fyndið) móðursýkiskast sem entist í svona hálftíma, eða alveg þangað til löggan kom. Við förum yfir þetta með þeim og þeir fara svo. Svona u.þ.b. korteri seinna hringja þeir og segja mér að koma í einhverja íbúð í götunni fyrir ofan. Ég kem þangað, og viti menn, er ekki bara einn gítarinn minn þar. Þetta voru þá s.s. einhverjir vesalingar sem bjuggu þarna, höfðu greinilega heyrt í okkur spila og ákveðið að þagga niðrí okkur. Þeir voru þar að auki búnir að vera að brjótast inn á fleiri stöðum í kring, og einhver hafði látið lögguna vita af þeim.

Allavegana, ég fer svo heim, og stuttu seinna hringja þeir í mig og segjast vera búnir að finna meirihlutann af dótinu mínu. Jibbí.

Svo töpuðum fyrir dönum, en ég var ennþá í of miklu uppnámi til að svekkja mig alltof mikið á því. Sem er kannski bara fínt. Takk innbrotsþjófar!


ps. eftir þessa lífsreynslu hef ég ákveðið að sofa héðan í frá alltaf út í bílskúr, með nátthúfu og frethólk

mánudagur, janúar 29, 2007

jæja kominn upp í 40°C, uuuuhhuhuhuhuhuuhhuu

skv mínum útreikningum verð ég kominn upp í 120°C eftir tvær vikur.. þá þarf ég allavegana ekki lengur að fara niður í eldhús til að elda mér eitthvað (Y)

39 stiga hiti :-(

oh the hoooorror... og ég sem ætlaði að gera svo mikið í dag! ég er með beinverki, hálsbólgu, kvef, dauða og skerta sjón.. og svo er ég einn heima uuuuhuhuhuhu




lag dagsins: Nirvana - I Hate Myself and Want to Die
ég er lasinn :(

nennir einhver að koma og stjana við mig?

ps. þessi texti hér á undan er úr huggulegu pixieslagi. Ef maður les fyrsta staf í hverri línu saman þá fær maður út orð. Það er fyndið.

laugardagur, janúar 27, 2007

she's my fave
undressing in the sun
return to sea - bye
forgetting everyone
eleven high
ride a wave

sunnudagur, janúar 21, 2007

það er gaman að rekja ár ævi sinnar eins og ég gerði hérna í síðustu færslum.. það er líka held ég ágætis leið til að sættast við fortíðina að gera bara grín að einhverjum atburðum sem voru kannski hádramatískir á sínum tíma og naga mann kannski ennþá að einhverju leyti.. mæli með því fyrir alla!

Annars eru meiri og meiri líkur á því að ég sé að fara að taka mað mér þriðja hjóls duties og fari að leigja með Krumma og Loru..
ég er mjög spenntur fyrir því, eða eins og Krummi segir..

Krummi says: við ætlum að baka smákökur, fara í koddaslag, fara seint að sofa og hoppa í rúminu...fara í feluleik og drekka kakómalt alltaf

ps. djöfull er fyndið að heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan á 130 km hraða á HM

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Jæja hér er seinni hluti Ásvallagötusögu minnar

2004: Byrjar að vinna í Mýrarhúsaskóla sem stuðningsfulltrúi. Uppgötvar dásemdir þess að vera fullur allar helgar.
Ráðist er á Egil í apríl af tveim fávitum fyrir utan heimili hans útaf engu. Þeir lumbra á Agli með einhverjum lyklum, en Egill heldur þó velli. Er það að miklu leyti þökk sé því að Egill þróar á því augnabliki bardagatækni fyrir fólk sem kann ekki að slást, sem felst í því að kýla nógu mikið útí loftið og öskra blótsyrði og ógnvekjandi hótanir um leið. Íhugar að skrifa bók um hana. Hættir við.
Fer á Hróaskelduhátíðina um sumarið ásamt Krumma. Skemmtir sér konunglega þar þrátt fyrir drullusvað og teprulega tilhneigingu Krumma til að fara alltaf að sofa kl. 2. Kynnist hressum norskum metalhausum.
Byrjar að vinna á sambýli við heimkomu. Þolir ekki yfirmann sinn. Heldur magnþrungið tvítugsafmæli. Klárar stúdentspróf frá FÁ um jólin.

2005: Tekur sér frí frá skóla og byrjar að vinna á leikskóla. Uppgötvar þar þann hæfileika sinn að geta leitt hávaða og öskur í börnum fullkomlega hjá sér. Íhugar að skrifa bók um það. Hættir við.
Sparkar í nál og hún stingst þvert í gegnum tánna á honum.
Fúnkerar óvart sem rebound í nokkra mánuði fyrir einhverja ráðvillta kattarkonu úr Garðabænum. Er sagt upp í því hlutverki um vorið. Egill heitir því að fúnkera aldrei aftur sem rebound fyrir ráðvillt kvenfólk úr Garðabænum.
Fer aftur á Hróaskeldu um sumarið og líka í riverrafting. Íhugar að hefja feril sem raðmorðingi. Hættir við og skráir sig þess í stað í heimspeki við HÍ.
Eignast hund sem heitir Týri. Á með honum margar góðar stundir.
Man í lok árs eftir hljómsveitarplönum sínum frá því árið 2001. Fær systur sína til liðs við sig og hefur að kenna henni á hljóðfæri og endurvekur hljómsveit. Missir vitið tímabundið í nokkra daga í lok árs, en fær það aftur 17. desember og heldur upp á það með að kaupa fartölvu. Heldur sveitt partí á gamlárskvöld.

2006: Egill heldur áfram í heimspeki og þar á bæ gerist fátt. Kemst að því að þekkingarfræði er heimskuleg.
Hinir illu foreldrar Egils neyða hann til að senda Týra hinn vitgranna upp í sveit. Veldur það Agli mikilli sorg og saknar hann enn þann dag í dag félagsskaps hans og heimsku.
Uppgötvar áhrifamátt raðgreiðslna og byrjar að kaupa ýmiskonar drasl. Kynnist huggulegri stelpu. Fer til Boston á tónleika og dvelur hjá vinkonu sinni sem er töff. Fer enn og aftur til Hróarskeldu um sumarið ásamt fríðum flokki. Hangir svo í köben í viku, fer í karókí og étur pizzu.
Þegar hann kemur heim uppgötvar hann að fjölskyldan hefur eignast tvo kettlinga. Egill treystir þeim ekki til að byrja með en tekur þeim svo opnum örmum þegar hann uppgötvar hversu vitgrannir þeir eru. Íhugar að þjálfa þá upp sem blóðþyrsta herketti og heyja stríð við ketti kattarkonunnar úr Garðabæ. Hættir við.
Vinnur um sumarið við að kveikja í illgresi og keyra risastóra slátturvél. Endar sumarið á að klessa henni í grindverk og rústa öllu þar í kring.
Byrjar aftur í skólanum. Hjálpar til (í einhverjum mæli) við að endurreisa hið áður dapurlega félagslíf í heimspekideildinni. Ritstýrir m.a. blaði.
Hefur í huga að spila með hljómsveit sinni um áramótin en neyðist til að hætta við þar sem trommarinn sofnar á höndinni á sér og lamast tímabundið.

2007: öööö... ég fór á indókína í gær. Svo fór ég í mat til afa og ömmu í síðustu viku. Svo flyt ég eftir tvo mánuði.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Eftir u.þ.b. 2 mánuði verður þetta hús orðið tómt og við flutt eitthvað annað. Mér þykir það undarlegt og frekar leiðinlegt. Ég er búinn að búa hérna í rúmlega 7 ár sem er lengur en ég hef búið á nokkrum öðrum stað um ævina. Ég mun því kveðja það með trega í hjarta o.s.frv. Í tilefni af því ætla ég að rekja ævi mína þau ár sem ég hef búið hérna.

Október 1999: Egill flytur inn í Ásvallagötu 48 ásamt restinni af fjölskyldunni. Þá keyptum við bara neðri hæðirnar tvær. Og engan bílskúr. Egill er ekki sáttur þar sem hann fer úr hæfilega stóru herbergi á Kaplaskjólsveginum yfir í einhverja litla holu sem er þar að auki heitari en kyndingarklefi helvítis. Ekkert fleira merkilegt gerist það árið.

2000: Egill klárar grunnskólapróf frá Hagaskóla með stæl. Ákveður að fara í MR af einhverjum undarlegum ástæðum. Byrjar þar haustið 2000. Uppgötvar áfengi og skemmtanagildi neyslu þess. Leggst í þunglyndi og almenna angist sökum þess að hann hatar skólann. Haustið fer svo aðallega í að læra á gítar og skalla veggi.

2001: Skóli verður skemmtilegri. Níu ára barn kveikir í fjölskyldubílnum af engri ástæðu og hann brennur til ösku. Egill hlær að því enn þann dag í dag. Klárar 3. bekk í MR. Getur sér gott orð sem uppvaskari sumarið 2001. Gæti það orðið framtíðarstarf Egils?
Ákveður að hann vilji stofna hljómsveit og spila á gítar. Hefur að gera upp bílskúrinn. Gamli maðurinn á efri hæðinni flytur út og Ingólfur frændi Egils flytur þangað inn.

2002: Egill klárar að gera upp bílskúr og það verður töff aðstaða fyrir Egil og félaga. Egill verður ástfanginn í fyrsta af tveimur skiptum. Því miður er það af einhverjum útlendingi hinumegin á plánetunni. Egill klárar 4. bekk í MR og er þá búinn að eignast þónokkra vini þar. Egill vinnur hjá Grasagörðunum um sumarið, og hefur einnig að blogga. Haustið er í móðu, en fer að einhverju leyti í það að hanga með einhverjum færeyingum og að mæta lítið í skólann.

2003: Egill afrekar það að verða svo þunnur að hann endar á spítala. Er það hans helsta framlag til menningarsögu Íslendinga fram að þessu. Vorönnin er annars döll. Frændi Egils flytur út og Egill fær því stóra herbergið á efri hæðinni. Egill heldur upp á það með að gubba yfir baðherbergið nokkrum dögum seinna. Fellur í 5. bekk um sumarið. Íhugar að taka hann aftur en endurteknar martraðir um efnafræðitíma hjá lífsleiðum kennara sem lítur út eins og lundi verða til þess að hann ákveður að hætta og fara eitthvert annað. Vinnur hjá póstinum um sumarið. Tekur fjarnám í FÁ um haustið. Útlendingurinn sem Egill er ástfanginn af kemur í heimsókn milli jóla og nýárs. Hún skýrir Agli frá því að hún hafi byrjað með þýskum blakspilandi munki sem heitir eftir frægri teiknimyndapersónu. Egill lendir því í ástarsorg, og heitir því að falla aldrei aftur fyrir kvenfólki sem er danskt að uppruna en býr í Ástralíu.

Jæja ég þarf að fara. Restin af þessari epísku ævisögu kemur á eftir eða á morgun. Eða hinn.

lag dagsins: Autechre - Piezo

laugardagur, janúar 13, 2007

hvenær fór ruslpóstur úr því að vera um eðlilega hluti (megrunarlyf, tippastækkanir, ókeypis háskólagráður etc.) yfir í það að vera einver gjörsamlega óskiljanleg steypa? svo ég velji nú eitthvað af handahófi..

"Variant: Ask and ye shall receive

little do little my feel song own love by, walk, up. By i do, sang me my when my get of with ears, does when me out with,

In for a penny, in for a pound"

wtf?

fimmtudagur, janúar 11, 2007

ég var að horfa á House. Það eru skemmtilegir þættir. Það er reyndar einn galli, og hann er sá að ég get ekki með nokkru móti tekið Hugh Laurie alvarlega sem einhvern fýlupúka eftir að hafa horft á hann þúsund sinnum í hlutverki Prince George í þriðju seríu af Blackadder, þar sem hann lék meistaralega einhvern heimskasta bjána sjónvarpssögunnar..


ps. ég ákvað að það væri kominn tími á Beaker að víkja þannig að ég setti ógeðslega döll mynd af mér að gera ekki neitt upp í hornið þangað til mér dettur eitthvað sniðugra í hug..
í sambandi við big lebowski aftur.. þá er þetta að öllum líkindum uppáhaldskvótið mitt í heiminum

Jesus Quintana: You ready to be fucked, man? I see you rolled your way into the semis. Dios mio, man. Liam and me, we're gonna fuck you up.

The Dude: Yeah, well, you know, that's just, like, your opinion, man.
jæja vorönnin byrjar formlega hjá mér eftir 13 mínútur. Ég er að fara í frumspeki. Ég nenni því ekki.

Ég nenni heldur ekki að flytja.

lag dagsins: Guð stokkaði á sér fæturna

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Þetta hefur líklega verið sagt svona þúsund sinnum áður... en djöfull er the big lebowski fyndin mynd.

ps. ég nenni ekki að flytja

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Við erum að fara að flytja einhverntíman í lok mars. Fokking rugl.
Ég er allavegana að spá í að flytja einhvert einn í sumar. Hver vill koma að leigja með mér?

fimmtudagur, janúar 04, 2007

ahhh ég gleymdi áramótaheitunum mínum. ok..

1. Vera töff
2. Hætta að vera blankur
3. ****** *****, ****** *****. (Ritskoðað sökum ólögleika)
4. Þjálfa kettina mína til að pissa í klósett.
5. **** ** ** **************. (Ritskoðað sökum dónaleika)
6. Hætta að ritskoða sjálfan mig.
7. Hætta að reyna að vera fyndinn með mótsagnarkenndum bloggfærslum.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

jæja ég kom mér loksins inn í þessa Prison Break þætti og er orðinn alveg húkkt.. mjög spennandi þættir. Það fer reyndar soldið í taugarnar á mér hvað 75% af persónunum í þáttunum eru algjörir skíthælar, og hvað það er alltaf verið að drepa alla... maður missir trúnna á mannkyninu.
En djöfull er Michael Scofield töff. Sérstaklega í Season 2. Afhverju er ég ekki svona töff? Ég ætla líka að tattúera kort af einhverju á líkamann minn og draga andan alltaf geðveikt djúpt áður en ég tala.