Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, júlí 31, 2009

Ég er blogg-hugmyndasnauður eins og er, en langar ennþá að blogga. Ég ætla því að gera eins og hugmyndasnauðir og latir popplistamenn nútímans gera þegar þeir endurvinna gömul lög og setja þau í nýjan (og ömurlegan) búning.
Nema ég ætla ekki að setja neitt í nýjan búning, heldur bara að endur-pósta gamlar færslur af handahófi. Hér er færsla frá 28. nóvember 2005 þegar ég var í einni af minni fjölmörgu tilvistarkreppum:

"Vá.. þegar maður er krakki þá gerir maður sér ekki grein fyrir hvað fullorðinsárin munu verða eintómt vesen... ég sakna þeirra daga þegar hápunktur tilverunnar var Nintendo tölvur, afmælispakkar og nammi á laugardögum

Það er ekki nóg að vera samviskusamur, góður og reyna alltaf að breyta rétt til að komast undan erfiðleikum í lífinu. Maður getur samt alltaf orðið fyrir bíl á leiðinni heim úr vinnunni og lamast fyrir neðan háls. Jesú var t.d. fínn gaur, og hann var negldur við spýtu.

Svo er það líka miserfitt fyrir fólk að sætta sig við sjálft sig, sína kosti og sína galla. Sumir gefast upp og hætta að búast við nokkru góðu úr lífinu.
En ég held að þeir sem reyna alltaf að leggja sig fram við að sættast við sjálfa sig, og njóta þess sem þeir hafa, sama hvaða hæðum þeir kunna að ná í sjálfsfyrirlitningu og sjálfsvorkunn á lífsleiðinni, séu ólíklegri til að henda sér fyrir lest en hinir.
Stundum verður maður samt að vera óhræddur við að þiggja hjálparhönd. Það reynist sumum erfitt.
En það góða við það, er að það er yfirleitt lítið mál þegar það er kannski löngu búið að traðka stolt manns og sjálfsmynd niður í jörðina.

Fuglinn okkar hann Dilbert var t.d. e-ð ósáttur við líf sitt, og ákvað að fljúga út um gluggann.
Hann er að öllum líkindum dauður núna.
Ég sakna hans."

Þar hafiði það.

föstudagur, júlí 03, 2009

Jæja ætli ég verði ekki eins og flestir að tjá mig um Michael Jackson.. leiðinlegt að hann er dáinn og allt það, enda mikill meistari. ég verð að segja að ég hálfvorkenndi honum þessi síðustu ár, og þessar barnamisnotkunarásakanir sem hann varð alltaf fyrir þökk sé m.a. aulum eins og Martin Bashir fóru alltaf í taugarnar á mér. Eftir að hafa séð viðtöl þar sem hann tjáir sig sjálfur um samskipti sín við börn, hvernig börn og annað fólk sem þekkti hann vel talaði um hann, og hvernig börn létu í kring um hann, þá var það frekar augljóst að það var aldrei neitt vafasamt í gangi. Það sá það hver maður (sem er ekki hálfviti) að hann var bara frekar einfaldur gaur sem gekk í barndóm.
Og ég skil hann sosem vel; sjálfur hef ég unnið mikið með börnum og finnst börn almennt yndisleg (fyrir utan einstaka leiðindaskjóður). Ef ég væri moldríkur poppari sem vissi ekki hvað ég ætti að gera með aurana, þá væri það að byggja risastóran skemmtigarð, bjóða fullt af krökkum þangað og hanga með þeim allan daginn örugglega mjög ofarlega á listanum hjá mér yfir fyndna hluti til að spandera peningum í (fylgir fast á hæla þess að kaupa sér fótboltaliðið Scunthorpe, og að ráða lúðrasveit til að fylgja mér hvert sem ég færi). Og kommon.. ef hann var að fá hundruðir barna til sín þangað, þá var það alveg bókað að einhverjar fávitar myndu sjá gróðavon og fá barnið sitt til að ásaka hann um misnotkun.. enda viðurkenndu þau það flest á endanum.
Annars fannst mér það alltaf frekar sorglegt og glatað.. hvernig fjölmiðlar og frethanar eins og Martin Bashir gátu afskræmt og gert tortryggilegt eitthvað sem var bara frekar krúttlegt, og virtist aðallega knúið áfram af góðmennsku og sérvisku. En hann hefði svosem geta sagt sér sjálfur hvað myndi gerast..