Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, desember 23, 2003

ef það er eitthvað lag í heiminum sem venst vel þá er það lagið 12:51 með the strokes.. ég hataði það fyrst en finnst það núna fínt... það breytir samt ekki því að mér finnst strokes leiðinleg hljómsveit og fyrsta platan þeirra var ömurleg... en þetta er allavegana besta lag sem þeir hafa gert að mínu mati..

annars fór ég í dag og keypti fullt af fötum í dag.. það hef ég ekki gert í maaarga marga tíma.... ég er allavegana geðveikt töff núna..
eftir það fór ég svo heim og horfði á bókina hans Hannesar Hólmsteins rakkaða niður á stöð 2 (og líka fyrr um daginn í Víðsjá)... ég er reyndar á móti því að fólk sé e-ð að dissa bækur manna án þess að hafa lesið þær bara útaf pólitískum skoðunum höfunda (þó ég sé helvítis hræsnari og geri það sjálfur) en ég varð bara að hlæja þegar ég sá þetta... ég hefði líklega haft einhverja samúð með gaurnum ef hann hefði ekki gert svolítið sem ég ætla ekki að tala um hér.. en allavegana.. þetta var fyndið

lag dagsins: The Strokes - 12:51

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim