Í þoku ljósri vindar vefa
úr viði feysknum bleikan eld
á eyri fljóts er augum dylst
en eyru lýstur þungum niði
í lotum eins og lyft sé hurð
frá leynidyrum augna minna
sem ljúkast aftur undurhægt.
Og inni sefur þú.
úr viði feysknum bleikan eld
á eyri fljóts er augum dylst
en eyru lýstur þungum niði
í lotum eins og lyft sé hurð
frá leynidyrum augna minna
sem ljúkast aftur undurhægt.
Og inni sefur þú.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim