Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, maí 16, 2004

halló
ég var að koma heim af tvítugsafmæli hjá jóa palla besta vini mínum...
það var mjög gaman bara...
ég er að verða 20 ára gamall.. mér finnst það magnað.. ég er samt á þeirri skoðun að eftir að maður nær 13 ára aldri þá er maður að miklu leyti mótaður, og það sem maður gerir eftir þann aldur er mikið afleiðing af því sem maður hefur alist upp við og það sem maðúr hefur upplifað upp að því... ég veit að miklu leyti núna hvernig ég mun bregðast við aðstæðum að hverju sinni.. ég var takmarkað ánægður með sjálfan mig þangað til ég varð sona 16-17 ára... eftir það hef ég nokkurnvegin náð sátt við sjálfan mig.. þó að það breytist voða lítið hvernig ég bregst við aðstæðum þá hef ég nokkurnvegin "made peace with it"..
um áramótin og þar eftir lenti ég í hugsanlega erfiðustu lífsreynslu sem ég hef lent í um ævina... ég hafði á tveggja ára tímabili byggt ákveðinn grunn sem ég lifði svo eftir.. um áramótin var því svo öllu kippt undan mér og allt fór til fjandans (nenni ekki að útskýra það nánar)... ég vissi ekki hvort ég myndi höndla það en ég náði því á endanum.. ég tókst á það með þeim hætti að eftir hafa vorkennt sjálfum mér í sona mánuð gaf ég skít í allt saman, blokkaði það tímabil í lífi mínu bara og geri það enn..

og ég veit að þannig mun ég díla við aðstæður í hvert skipti.. ef ég mun lenda í einhverjum leiðindum mun ég kötta þær aðstæður og það fólk sem tengist þeim í burtu og gefa þvílíkan skít í alltsaman þannig að það verðusr sem það hafi aldrei gerst, og halda svo áfram með líf mitt..

þetta er hugsanlega persónulegasta færsla sem ég mun nokkurntíman skrifa.. enda er ég svo fullur að ég veit varla hvað ég heiti.. og þessi færsla verður hugsanlega horfin a´morgun.. but oh well :)
good times!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim