Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, febrúar 20, 2006

já.. undanfarnar vikur er ég búinn að taka þónokkra tíma í að glápa á einhverja sjónvarpsþætti á tölvunni.. fyrst var það Lost og núna undanfarið er ég búinn að vera að taka 1. þáttaröð the o.c. þar sem ólíklegasta fólk er e-ð að missa sig yfir þessum þáttum, þá hafði ég eins miklar væntingar og maður getur haft til svona unglingadrama.
Égget kannski ekki sagt að ég hafi beint orðið fyrir vonbrigðum, en sko.. þetta eru kannski ávanabindandi þættir, en það eru Leiðarljós og bold and the beautiful líka.

Jújú, ég var límdur yfir þessu og var óvenjufljótur að horfa á þetta, en vá.. þegar maður spáir í því þá er þetta bara sápuópera í dýrari kantinum (og fólkið aðeins fallegra)...
Ryan er hugsanlega mest döll karakter í sögu sjónvarps. Hann átti tvær eða þrjár sniðugar línur í öllum þessum þáttum sem ég horfði á, en annars gerði hann ekki annað en að kýla fólk og að vera með einhverja yfirdrifna réttlætiskennd sem kom bara asnalega út..
Þar fyrir utan höfðu þessir þættir alla burðarásana sem einkenna alvöru sápuóperur. Ríki vondi gæjinn, vonda gellan sem giftist ríkum gæjum, góða, hamingjusamlega gifta parið.. svo poppar alltaf einn og einn geðsjúklingur upp í nokkra þætti sem endar svo á því að hann fer að grenja, veifar einhverri byssu og sést svo aldrei aftur. Æjá, og svo eru allir yfirgengilega ríkir.
Seth er þó engu að síður svalur.

Annars er þessi færsla orðin óþægilega löng, veriði sæl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim