Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, febrúar 17, 2006

Hér er saga sem mig dreymdi í nótt..

Einusinni var héri sem gat hlaupið ógeðslega hratt. Hann var mjög montinn og ekkert af hinum dýrunum þoldi hann "Enginn getur hlaupið hraðar en ég!" sagði hann. Einn daginn sagði gamla skjaldbakan við hann "ég skal skora á þig í kapphlaupi". "Þú?" sagði hérinn, "þú ert bara gömul skjaldbaka. Þú átt ekki séns í mig."
"við skulum nú bara sjá til með það" sagði skjaldbakan með glott á vör (ef skjadbökur hefðu varir þ.e.a.s.).
Þar með var ákveðið að hérin og skjaldbakan myndu fara í kapphlaup. Hlaupið skyldi vera u.þ.b. 5 km langt.
Þau stóðu við byrjunarlínuna og um leið og skotið reið af þá spretti hérinn af stað og var strax kominn langt fram úr skjaldbökunni sem sat eftir, en fór þó brautina á sínum eigin hraða. Þegar hérinn var kominn nánast að endalínunni þá sagði hann "jæja ég er eiginlega búinn að vinna, ég held ég leggi mig aðeins hérna áður en ég klára hlaupið og fagna sigri". Svo gerði hann það.
Stuttu seinna vaknaði hérinn, og kláraði hlaupið. Hann kom í mark á tímanum 39:56. Skjaldbakan kom í mark seinna um daginn á tímanum 06:43.08. En þá voru allir löngu farnir heim til hérans í sigurpartí.

Ég ætla að byrja að segja krökkunum á leikskólanum þar sem ég hef áhyggjur af því að upprunalega sagan ýti undir lúsarakstur í umferðinni, og að krakkarnir treysti í framtíðinni á að fólk sem þau keppi við fari bara að sofa á mikilvægum tímapunkti.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim