Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, desember 31, 2006

Jæææja gott fólk.. þá er árið liðið blablabla... góðar stundir blablablaaaa

á heildina litið var ég nokkuð sáttur við 2006.. kannski fulldöll á köflum og lítið í gangi, en það er kannski bara hluti af því að verða gamalmenni..

Það voru þó nokkrir hápunktar..
* Hress ferð til Boston,
* Hress Hróaskelda,
* karókí í Danmörku,
* akstur á ofvaxinni slátturvél,
* við eignuðumst tvær læður,
* ég leysti heila sudoku bók,
* gerðist félagslífsgaur,
* fór í mína fyrstu vísindaferð,
* deitaði sæta stelpu,
* Chelsea urðu deildarmeistarar
* Liverpool urðu ekki deildarmeistarar
* Liverpool unnu ekki meistaradeildina
* Liverpool unnu ekki deildarbikarinn
* eignaðist telecaster,
* eignaðist Yamaha P120 píanó,
* eignaðist Vox AC15 magnara,
* Gaf út blað
* var almennt töff

þar að auki var það mun betra en sá epíski brandari sem 2005 var.

Það pirrar mig samt hvað þessi ár líða alltaf hraðar og hraðar... þetta ár byrjaði á partíi hérna heima hjá mér og mér finnst eins og það hafi verið í síðasta mánuði.. svo verður líklega komið 2007 á morgun

en jæja, sé ykkur vonandi öll hjá Krumma í kvöld.
Jei.

Gleðilegt ár! :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim