Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, maí 18, 2006

Já.. ég byrjaði að vinna í dag.. held mig við stelpulegu störfin og er að vinna á vegum borgarinnar í einhverjum görðum (í kringum lækjargötuna og þar, ef einhver vill heimsækja mig)...

Í lok dagsins fékk ég svo þær gleðifréttir að á morgun á ég að sjá um að nota gasbrennarann á illgresið, m.ö.o. ég á að labba um garðana með flamethrower og myrða á stórkostlega dramatískan hátt allt sem fellur ekki undir skilgreiningu borgarbúa á "fallegur gróður" hahahah...

Ég er að spá í að mæta með sólgleraugu og í bol sem stendur á "The Punisher"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim