Já.. undanfarið er ég búinn að vera mjög ólíkur sjálfum mér að því leyti að ég er búinn að beita sjálfsaga eins og ég hef sjaldan áður gert, og er búinn að skipuleggja próflestrartímann minn svo vel að það er eiginlega voðalega lítið sem ég á eftir að lesa þegar kemur loksins að prófi.. mér fannst þetta nokkuð magnað en ég varð þó að viðhalda gömlum siðum að einhverju leyti (þ.e.a.s. bíða með próflestur þangað til kl.11 kvöldið fyrir próf).
Ég er s.s. búinn að geyma það að lesa síðustu 50 blaðsíður námsefnisins alveg fram á síðustu stundu (byrjaði á miðnætti. Klukkan orðin 3. Prófið á morgun.), og þá engan annan en herra torskildar-þriggja-blaðsíðna-málsgreinar sjálfann, Immanuel Kant.
Talandi um Kant, þá er ég búinn að finna mér lífsmarkmið. Ég ætla að endurskrifa Gagnrýni hreinnar skynsemi. Sú bók er um 800 bls. á lengd og einkennist af fáránlega þurrum stíl og óendanlega löngum málsgreinum. Ég ætla því að setja mér það markmið að endurskrifa hana sem skáldsögu, þannig að hún verði aðgengileg fyrir alla (ekki bara súrt fræðilið), unga sem aldna.
Þannig munu allir læra muninn á syntetískum a priori dómum og analytískum a posteriori dómum, skilning á orsakarhugtakinu skynjunar- og reynsludómum og heimi fyrirbæranna í gegnum spennandi skáldsögu sem mun fjalla um lífshlaup skósmiðsins Hannesar, tilkomu Útvegsspilsins og ýmislegs fleira.
shit ég held ég sé að verða búinn að læra yfir mig...
Ég er s.s. búinn að geyma það að lesa síðustu 50 blaðsíður námsefnisins alveg fram á síðustu stundu (byrjaði á miðnætti. Klukkan orðin 3. Prófið á morgun.), og þá engan annan en herra torskildar-þriggja-blaðsíðna-málsgreinar sjálfann, Immanuel Kant.
Talandi um Kant, þá er ég búinn að finna mér lífsmarkmið. Ég ætla að endurskrifa Gagnrýni hreinnar skynsemi. Sú bók er um 800 bls. á lengd og einkennist af fáránlega þurrum stíl og óendanlega löngum málsgreinum. Ég ætla því að setja mér það markmið að endurskrifa hana sem skáldsögu, þannig að hún verði aðgengileg fyrir alla (ekki bara súrt fræðilið), unga sem aldna.
Þannig munu allir læra muninn á syntetískum a priori dómum og analytískum a posteriori dómum, skilning á orsakarhugtakinu skynjunar- og reynsludómum og heimi fyrirbæranna í gegnum spennandi skáldsögu sem mun fjalla um lífshlaup skósmiðsins Hannesar, tilkomu Útvegsspilsins og ýmislegs fleira.
shit ég held ég sé að verða búinn að læra yfir mig...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim