Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, apríl 18, 2004

já.. pöbbarölt í kvöld.... í kvöld var í fyrsta skipti sem ég hef lent í dyraverði sem gefur manni smá break... ég var eini maðurinn af okkur sem var ekki orðinn tvítugur (5 mánuðir í það).. ég laug því áð veskinu mínu hefði verið rænt þannig að hann spurði mig hvað kennitalan mín væri.. en þar sem vitsmunir mínir voru deyfðir af drykkju þá heimskaðist ég til að gefa upp rétta kennitölu... þá gaf hann mér annan séns og spurði mig í hvaða stjörnumerki ég væri þannig að ég sagði bara það fyrsta sem mér datt í hug (fiskar)... það var víst viðunandi svar þannig að hann hleypti mér inn.. hann fær prik í kladdan frá mér! svo fór rölti é gbara e-ð með Kidda og Krumma og fór svo heim.. og fann 500 kall á leiðinni heim, og hitti alnafna minn! góð ferð segi ég!

setning helgarinnar: "Kaffibarinn er fyrir fólk sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum en tókst svo ekki að meika það þannig að það ákvað "öö ég ætla bara að byrja að hanga á Kaffibarnum"" -Krummi '04

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim