Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, febrúar 19, 2005

jæja þetta eru búnir að vera áhugaverðir dagar undanfarið (samt ekki)... í gær fóru ég og Elín á tónleika á Grand Rokk með Taugadeildinni (hljómsveit Árna Daníels frænda míns sem er að koma saman í fyrsta skipti í 25 ár eða e-ð) og þeir voru helvíti góðir.. f. utan þegar eitthvað rónahelvíti fór uppá sviðið, hrinti mæknum og byrjaði eitthvað að tuða.. en svo var honum fleygt út á mjög brútal hátt, en það gladdi alla á svæðinu. jei. annað markvert sem hefur gerst í lífi mínu.. hmm...
það stakkst nál í gegnum tánna á mér í fyrradag.. mun ég birta myndir með til skýringar

þannig var mál með vexti að á gólfinu inni hjá mér lá frekar stór nál (sona nál-og tvinni nál).. hún hefur legið og staðið einhevrnvegin uppúr teppinni.. ég hef s.s. sparkað einhvernvegin í hana, þannig að hún gekk inn í líkama minn og fór í gegnum sokkinn.. ég náði ekki að draga hana úr þar sem hún var svo rækilega föst og þurfti hjálp Árna Daníels með það. hér má svo sjá farið eftir þetta. inngöngu og útgöngupunkt:


hér sést ei vel hvar hún fór nákvæmlega inní eða hversu djúpt hún var þannig að ég lýsi því enn frekar með skýringamynd

seinni myndin er s.s. séð ofan frá. og þar hafið þið það. það eina merkilega sem gerst hefur ´ilífi mínu síðustu 2 vikur.

æjá og ég sá líka norðurljós.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim