Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, maí 24, 2005

vá.. ég er næstum búinn að vera blogg-lúði í 3 ár..
3 ár er ágætis tími... það er samt furðulegt hversu óendanlega hratt tíminn hefur liðið frá því að ég byrjaði í menntaskóla.. ætli það sé ekki því 4 ár þegar ég er tvítugur er minna hlutfall af ævi minni en 4 ár þegar ég er 16 ára... eða e-ð... allavegana eru þessar elstu færslur mínar bara e-r steypa.

annars hef ég gerst harður stuðningsmaður Knattspyrnufélags Vesturbæjar (KV) í 3. deildinni (heimasíðu þeirra má finna hér)... en þar má m.a. finna hann Sverri Pétur, Palla Kristjáns og fleiri góða menn.. ég mæti án efa á alla leiki þeirra á KR gervigrasinu í vetur.. áfram KV!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim