Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, apríl 17, 2003

já... Halldór bekkjabróðir minn var að fara... hann er alveg að redda´mér í efnafræði og vil ég þakka honum fyrir það... en áður en ég byrja að læra vill ég koma því á framfæri að ég og Hjölli höfum ákveðið að gerast Twin Peaks nördar og munum setja okkur ákveðnar lífsreglur samkvæmt því sem ég er mun birta hér:

1. Ef við erum í ástarsorg munum við ávallt klæðast rauðum kjól á meðan það gengur yfir.

2. Ef við erum ástfangnir mun göngulag okkar alltaf vera mjög kúl (þ.e. ganga eins og tuskudúkkur) og við munum reyna að ganga afturábak eins oft og við getum.

3. Ef vinur okkar fjarlægist okkur munum við byrja á því að leysa vandann með setningunni "I respect your reluctancy to enter a conversation with me, your father." Þá skiptir engu máli hvort umræddur aðili sé sonur/dóttir okkar.

4. Ef við eigum stórt verkefni fyrir höndum munum við alltaf byrja á því að fá okkur kleinuhringi. Því stærri verkefni, því fleiri kleinuhringir.

5. Til að lýsa yfir ánægju okkar með e-ð munum við gefa hvorum öðrum thumbs up... og það verður ekkert venjulegt thumbs up, heldur hið fræga Agent Cooper thumbs up.

6. Twin Peaks soundtrackið verður spilað heima hjá okkur a.m.k. einusinni á dag.

7. Ef það er eitthvað gruggugt við e-ð, þá munum við vekja athygli á því með setningunni "Theres a fish in the perculator"

8. Ef við erum skotnir eða særumst illa, þá munum við halda ró okkar fullkomlega og gera lista yfir þá hluti sem við viljum gera í lífi okkar, en fáum líklega aldrei að gera.

9. Ef við deyjum, þá pössum við að sálir okkar aðlagist trjádrumb, hillu, skrifborði, eða bara einhverju sem er gert úr trjám.
Fleiri reglur koma seinna...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim