Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, maí 17, 2003

ég hef veitt því eftirtekt að hann bjarki bróðir minn klæðir sig aldrei... hann er alltaf bara hlaupandi um á nærbuxunum þótt hann sé orðinn 10 ára, og ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að hann er búinn að gleyma hvernig á að klæða sig... Ég hef því gripið til neyðarúrræðis og ætla nú sjálfur að klæða hann á hverjum degi... núna var ég að enda við að koma honum í fjólubláar olíufurstabuxur, gráan blóðbankabol og rauða jólasveinahúfu og það kemur bara mjög vel út

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim