Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, nóvember 07, 2003

ég er búinn að verað spila helvíti skemmtilegt puzzle-bobble rip-off í allan dag... ég ákvað að prófa það því það heitir fyndnu nafni... "Snood"...
en já ég fékk komment frá einhverri Siggu stólpípu þar sem hún hvatti mig til að skrifa bara um hversdagsleikann og að reyna ekki að vera málefnalegur... það gladdi mig mjög og veitti mér innblástur og ég vill þakka henni fyrir það!

annars hef ég voða lítið að segja... hversdagslegt eður ei... ég er glorhungraður og á að vera mættur í vinnuna til að stimpla póst eftir 2 tíma...

lag dagsins: Godspeed you! black emperor - Albanian

godspeed er nú alveg fínasta hljómsveit (og alveg magnaðir live).. þrátt fyrir að þetta sé alveg hryllilega steikt lið... dæmi um það er þegar þau ákváðu að færa upphrópunarmerkið í endann inn í mitt hljómsveitarnafnið... og svo er aðalgaurinn með feitt afró

allavegana... það er komin helgi... Idol hjá óla í kvöld og svo hugsanlega einhverjir tónleikar... allt að gerast! \o/

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim