Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, nóvember 24, 2003

ég hef oft spáð í því hvernig Jesú hefði verið í daglegu lífi.. ég meina, þegar fólk hugsar um hann þá sér það fyrir sér kall sem er góður við alla og hreytir úr sér spakmælum hægri vinstri.. en hann hlýtur samt að hafa verið mennskur að einhverju leyti.. ætli hann hafi t.d. haft óendanlega þolinmæði? Tökum bara sem dæmi ef Jesú væri uppi á okkar tímum og væri t.d. falið það verkefni að passa uppá Gunnhildi litlu systur mína (eða hryðjuverkasamtökin Gunnhildur eins og frændi minn kallar hana) í heila viku.. það hlyti þá að koma að því að Jesú myndi bara missa vitið og taka æðiskast.. t.d. þegar Gunnhildur væri að rífa í hárið á honum eða að hoppa á bakinu á honum eða að öskra í eyrað á honum eða að naga geislabauginn hans.. ég trúi bara ekki öðru
komið endilega með ykkar hugleiðingar um þetta mál sem er samt eiginlega ekkert hægt að koma með neinar hugleiðingar um..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim