Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, nóvember 20, 2003


mig langar að vita afhverju fjölmiðlar landsins eru ennþá að flytja fréttir af þessum manni og ævintýrum hans með 4578. deildarliðinu Barnsley.. var það ekki annars Barnsley?
ég meina þetta Stoke dæmi allt var alveg nógu djöfulli ómerkilegt, en þrátt fyrir það sá maður alltaf einverjar heilsíðugreinar um árangur "íslendingaliðsins" stoke undir stjórn Guðjóns.. svo er hann rekinn þaðan, byrjar með eitthvað norskt lið að mig minnir sem heitir einhverju asnalegu nafni og snýr svo aftur til englands nokkru seinna sem einhver washed up auli sem allir eru búnir að gleyma.. allir nema einhverjir heimskir íslendingar, flestir sem vinna hjá DV eða mogganum.. og áfram fáum við svo fréttir af því hvernig hann er að skíttapa með nýja liðinu sínu..
ég fæ einhvernveginn á tilfinninguna að þetta sé allt vegna þess að hann aulaðist einhverntíman til að ná jafntefli við frakkland með íslenska landsliðinu.. auk þess er guðjón þórðarson með skalla, og er þar með í minnihlutahóp. og við vitum öll að enginn þolir minnihlutahópa >:-|

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim