Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

steypa... ég er e-ð voðalega súr í dag... þarf að gra einhverjar rannsóknarskýrslu í sálfræði... nenni því varla... ég ekki pening... fæ ekki pening fyrr en í lok mánaðarins... bráðum verð ég atvinnulaus.. bleh

mamma gaf mér rós f. u.þ.b. mánuði til að hressa mig við þegar ég var í einhverju þunglyndiskasti.. ég setti hana í vatn og útí glugga.. núna er þessi rós hrörnuð og steindauð og starir út um gluggann minn þar sem allir geta séð hana... mjög dramatískt e-ð.. mér finnst það mikil kaldhæðni hahhaha..

ég hef aldrei neitt að gera... ég er að spá í að kaupa mér geðveikt dýrt fílófax.. þá fæ ég samviskubit ef ég nota það ekkert og neyði sjálfan mig til að fylla út í það einhverja tilgangslausa hluti..
"Fimmtudagur kl.12: fara í keilu"
"laugardagur kl.2: fara útí búð og kaupa ost"
"miðvikudagur kl. 4: horfa á gamlar Maður er Nefndur upptökur"
and so on
mér finnst það hreint ekki svo slæmt plan

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim