Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, febrúar 29, 2004

já... ég held ég sé að verða blindur... ég er búinn að vera með mánaðarlinsur í tvo mánuði því ég er búinn með öll pörin, ég týndi linsuboxinu mínu þannig að ég er bara búinn að geyma linsurnar í einhverjum staupglösum.. svo í gær tók ég eftir því að augað á mér var orðið alveg ógeðslega rautt og mig sveið mikið í það þannig að ég ákvað að taka linsuna bara úr mér og henda henni... þessvegna er ég bara búinn að vera með eina linsu í allan dag, og núna er hitt augað byrjað að verða rautt líka.. kannski ætti ég bara að drullast til að kaupa mér gleraugu.. ég hef ekki átt gleraugu síðan í janúar 2001 þegar menntaskólaverkfallið var... það getur ekki verið heilsusamlegt

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim