Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, mars 20, 2004

já... gleðikvöld í kvöld... byrjaði á því að fara á Starsky & Hutch m. Hjölla og Krumma.. fannst hún mjög fyndin og stóðst alveg mínar væntingar.. því næst fór ég heim, klæddi mig í redneck fötin mín og svo tókum við feitan rúnt útí rassgat þar sem ég leyfði Hjölla bara að sjá um akstur meðan ég set við hliðiná honum og öskraði "jíha"..
leið okkar lá uppí hafnarfjörð, og svo uppí Rauðhóla þar sem við létum reyna á karlmennsku okkar með því að kíkja á djöflakirkjuna kl. 2 um nótt.. (kirkja sem pabbi hans Krumma byggði fyrir einhverja mynd fyrir mörgum árum sem hefur svo eftir það verið notuð í einhverjar djöflamessur, örugglega af heimskum bólugröfnum mansonlúðum) það var mjög hressandi og spúkí þangað til 2 bílar koma.. þá urðum við freaked og stukkum við uppí bíl og keyrðum í burtu.. eftir það veltum mikið fyrir okkur hver þetta hefði verið.. Satan sjálfur? brjálaðir djöfladýrkendur? þær vangaveltur voru svo eyðilagðar fyrir okkur þegar við keyrðum aftur þar framhjá og sáum að þetta voru bara einhverjir krakkaasnar.. örugglega að reykja dóp eða eitthvað.. það var sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að við hefðum getað hrætt þau mun meira en þau hefðu hrætt okkur, þar sem ég var í redneck-nauðgaraoutfit dauðans og Krummi klæddur í náttbuxurnar sínar..
eftir það skutluðum við Krumma heim og ég og Hjölli fórum niðrí bæ þar sem við fengum okkur einn bjór og ég hitti Hildi litlu sætu.. svo ætlaði ég að hitta hana á Kaffibarnum en einhver skúnkur var e-ð tregur að hleypa fólki inn þar og ég og Hjölli nenntum ekki að standa í því þannig að hann henti mér bara heim.. svo er ég hér.. hallelúja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim