Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

vá... mín bilaða fjölskylda hefur ákveðið að kaupa 40.000 króna páfagauk.. þegar ég kem með tillögu um að kaupa nýtt video á 5000 kall (ég henti reyndar því gamla niður stiga) þá er það bara "nei egill. þú ert bjáni. skríddu bara aftur inn í holuna þína rauðhærða gimpið þitt." en þegar einhver stingur upp á því að kaupa 40.000 króna páfagauk þá er það allt í einu besta hugmynd í heimi..
það er samt kúl þar sem hann er víst frekar málglaður.. pabbi er búinn að ákveða að skíra hann Jón Hrak, og svo ætlar hann að kenna honum að segja dónalega hluti og hjóla svo með hann í vinnuna á hverjum degi og láta hann rífa kjaft við alla sem hann mætir..

annars var ég að fá nýtt skrifborð og hillur með vínskáp! jei! ég ætla að taka allar vínflöskurnar mínar og stinga þeim inn.. það verður það uppalegt.. svo ætla ég að fylla þær allar af lituðum vökva þannig að það líti út fyrir að ég eigi fullt af búsi og segja svo við fólk sem kemur í heimsókn "má bjóða þér eitthvað?" djöfull verður það fágað (og ef fólk segir "já takk" þá rek ég það út)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim