stórfelldar breytingar eru í bígerð á bloggstíl mínum... málfarsvillum mun fjölga, punktum mun fækka og færslurnar verða kannski örlítið lengri.. og tíðari jafnvel! annars er afmæli okar Hrafns á Glaumbar á föstudaginn og að sjálfsögðu er öllum boðið.
Við erum í smá vandræði með tónlist þar sem playlistinn á Glaumbar er að öllum líkindum eitthvað sorp sem Ástþór Magnússon hefur sett saman (hann er fastakúnni þar), og þar sem tónlistarsmekkur okkar Hrafns gæti drepið stemningu á fótboltaleik, þá vitum við ekki alveg hvað skal gjöra. En kvíði ei, við munum bjarga því einhvernveginn.
(þið munuð líka sjá orðið "ei" oftar en áður. Ei er vanmetið orð. Líka plóma.)
Við erum í smá vandræði með tónlist þar sem playlistinn á Glaumbar er að öllum líkindum eitthvað sorp sem Ástþór Magnússon hefur sett saman (hann er fastakúnni þar), og þar sem tónlistarsmekkur okkar Hrafns gæti drepið stemningu á fótboltaleik, þá vitum við ekki alveg hvað skal gjöra. En kvíði ei, við munum bjarga því einhvernveginn.
(þið munuð líka sjá orðið "ei" oftar en áður. Ei er vanmetið orð. Líka plóma.)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim