Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 03, 2004

ég er með mjög furðulegt hár.. í gegn um árin hef ég fengið að heyra það frá klippingarkellingum útum allan bæ ("hárið á þér er eins og gaddavír.. það eyðileggur skærin mín") og frá fólki útá götu...það pirraði mig mikið f. nokkrum árum en nún hef ég bara sætt mig við það.. þetta lýsir sér m.a. þannig að það er gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að safna síðu hári, því í staðinn fyrir að vaxa niður þá vex það alltaf beint útí loftið og alltaf þegar ég kem úr sturtu þarf ég að vera með húfu í sona hálftíma á meðan það er að þorna, svo það rísi ekki upp úr öllu valdi.. ég gerði svo tilraun með það fyrr á árinu og lét ekki klippa það í 9 mánuði í von um að það myndi leggjast niður en það gekk ekkert.. ég neyddist til að láta klippa það þegar ég var kominn með afró skv. ströngustu skilgreiningum..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim