Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, mars 15, 2005

í gær horfði ég á Af Fingrum fram-ripoff þáttinn Taka Tvö.. þar var rætt við Gísla Snæ Erlingsson sem leikstýrði m.a. Benjamín Dúfu.. það var fyndið að sjá hann Fúsa svona lítinn og saklausan í hlutverki Baldurs hvíta.. hann hefur þó hafið leiklistarferilinn á ný, núna síðast í stuttmynd sem hann, Smoni og Ingimar gerðu saman og er epísk. Þátturinn minnti mig líka á það þegar ég las bókina þegar ég var 7 ára, og hversu óendanlega mikið ég grét þegar ég kláraði hana.. sona, nú vitið þið það, Egill Viðarsson, ímynd karlmennsku og tilfinningakulda á Íslandi hefur líka sínar mjúku hliðar

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim