Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, mars 13, 2005

jöh... ætli það sé ekki kominn tími á smá öppdeit... það er sosem lítið búið að vera gerast hja´mér undanfarið. ég vinn bara og vesenast, og hef því miður ekkert til málanna að leggja varðandi það sem er að gerast í heiminum þessa dagana..
ég var á árshátíð leikskóla reykjavíkur á föstudaginn (þessi stóra sem var færð í Egilshöllina) og það var ágætt.. alveg þangað til maturinn var búin, þá ákváðu þeir sem stóðu að þessu að það væri sniðugt að sýna beint frá idol úrslitunum sem var svo endalaust heimskulegt þar sem þetta tók alveg hálftíma og fólk var bara komið í einhvern sjónvarpsglápsfíling þegar þetta var loksins búið.. enda fór ég bara niðrí bæ stuttu eftir það.
Skemmtidagskráin var ömurleg (hún var reyndar bara engin þegar ég spái í því). Örn Árnason var veislustjóri og stóð sig eins og við mátti búast.. einhverntíman fyrir nokkrum árum þá bjó ég til uppskrift af lélegum brandara, og skrifaði niður nokkrar reglur eða sona gædlæns sem maður skyldi fylgja ef maður vildi hafa brandarann sem verstan. Ég tók sérstaklega eftir því að Örn Árnason virtist fara eftir öllum þessum reglum, t.d. að láta alla brandara ganga útá einhverja heimskulega orðaleiki, segja þá með hálfgerði "grínrödd", og svo nattlega að passa að enginn hlæji hærra að bröndurunum en maður sjálfur. Engu að síður fyrirgef ég honum.. hann er svo fyndin á að líta eða e-ð að maður verður bara að hlæja, sama hversu asnalega hluti hann er að segja. Annars var mjög gaman bara að taka þátt í þessari stærstu samkomu einhleypra kvenna á Íslandi frá upphafi.

Jæja ég ætla að vera duglegri héðan í frá..

lag dagsins: Micah P. Hinson - Stand In My Way

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim