Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, september 26, 2005

jæja ég hef víst verið klukkaður af Krumma.. sem þýðir að ég á að skrifa einhverjar 5 revealing staðreyndir um mig.. veit ekki nákvæmlega hvernig þetta á að vera þannig að ég hermi bara eftir honum

Staðreynd 1
-----------
Ég er tónlistarnörd og indíplebbi. Ég spila á gítar og smá á píanó/hljómborð. Ég kann líka að syngja. Ég er/var í hljómsveit, sem er að öllum líkindum besta hljómsveit í heiminum, en enginn hefur heyrt neitt með okkur af óviðráðanlegum ástæðum. Það er samt líklega best þar sem fólk myndi hrynja niður af guðdómleika. Eyru almennings eru því miður ekki tilbúin fyrir tónlist vorum.

Staðreynd 2
-----------
Ég er með kvíðaröskun og hef alltaf áhyggjur af öllu. Ég hef hlotið hress viðurnefni eins og Tenso o.fl. skemmtilegt. Þegar ég var 14 ára fékk ég í fyrsta skipti kvíðakast sem var vanhresst, nokkur hafa fylgt í kjölfarið. Eftir það hef ég haft sprautufóbíu á mjög háu stigi (hef aldrei skilið orsakasamhengið, en allavegana)

Staðreynd 3
-----------
Þegar ég var á fyrsta ári og bjó útí Danmörku þá var ég oft veikur og á spítölum vegna lungnabólgu. Ég var líka stundum geymdur í einhverjum hitakassa. Ég hef aldrei skilið þetta alveg en allavegana var ég næstum því dauður. Sem er partí.

Staðreynd 4
-----------
Þegar ég var á grunnskólaaldri var ég mikil stjarna í námi og slíku. Mér var boðið að fara upp um bekk. Ég var settur í greindvísipróf og mældist með 149 á því. Grunnskólaárin voru því mikil sigurganga og framtíðin var björt. Ekki skemmdi fyrir að ég var með risastór nördagleraugu í stíl.
Síðan þá hefur leiðin legið niðurávið, ég er meðalmaður í námi og fullkomlega gagnslaus í öllu öðru. Ég tel að það megi rekja til þess þegar ég týndi risastóru gáfumannagleraugum, en það byrjaði allt að fara til fjandans um það leyti.

Staðreynd 5
-----------
Ég er yfirleitt ljúfur sem lamb, en þegar eitt af eftirfarandi hlutum gerast þá á ég það til að taka mikil skapofsaköst sem einkennast af misþyrmingu raddbanda minna, ofnotkun ákveðinna blótsyrða, og enda svo oft í tortímingu raftækja eða annarra hluta. Ég tel þetta vera einhverskonar vott af einhverfu.

1. Eitthvað tæki virkar ekki sem á að virka (video, tölva eða slíkt).
2. Ég finn ekki eitthvað sem á að vera á sínum stað, eða það vantar þegar ég er búinn að undirbúa e-ð (t.d. vantar blöð í prentarann. Finn ekki tauminn hans Týra o.s.frv.)
3. Þegar ég er svangur, og mér er sagt að eitthvað sé í matinn (sem mér finnst gott), og ég kem í mat og það er e-ð allt annað í matinn (sem mér finnst ekki gott).


Ég klukka hér með Elínu og Ernu. hohoho

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim