jæja.. hann Bjarki bróðir minn hefur aftur tekið upp pennann.. hérna er nokkuð mögnuð saga sem hann var að gera f. skólann..
Tiltölulega ný básúna
---------------------
Básúnuleikarinn Friðfinnur Níels Gígjarsson var á hljómsveitaræfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar GeirGeirGeirsson, einn af flautuleikurunum kom upp að honum með boðskort í teiti. Friðfinnur vissi að flautuleikararnir voru svölustu drengirnir í sinfóníunni, og útskýrði GeirGeir að eftir að hafa sýnt stórkostleg tilþrif með básúnuna á síðustu æfingu var Friðfinni veittur aðgangur að teitinu. Teitið var klukkan 7 sama dag, og boðið var upp á Pilsner fyrir fólk yfir 25 ára. Friðfinnur var 28 ára og hafði aldrei smakkað áfengi á ævi sinni. Friðfinnur gerði sig tilbúinn strax eftir æfingu, og mætti í teitið á hárréttum tíma. Nú var bara að fara að skemmta sér. Friðfinnur horfði á villta fólkið í partíinu sem stóð við borð af Pilsnerum og Friðfinnur var viss um að þau hefðu í mesta lagi drukkið hálfa flösku af Pilsner hvert. Enda voru þau að honum heyrðist byrjuð að tala um bíla, en ekki mismunandi eplamaukstegundir eða blásturshljóðfæraslípingaþjónustur eins og allir aðrir í teitinu. Friðfinnur vildi heyra betur hvað villta fólkið var að tala um svo að hann fór nær. Hann heyrði eitthvað um að það væru komnir bílar sem gengu fyrir rafmagni. "Hohoho, hohoho!" hugsaði Friðfinnur, þvílík vitleysa. Síðast þegar hann vissi gengu bílar fyrir bensíni, þau hlutu að vera dauðadrukkin. Friðfinnur var við það að fara í burtu þegar ein villta konan kallaði á hann og sagði "heyrðu! viltu pilsner?" Friðfinnur gat ekki sagt annað en já því að hann bjóst við að ef hann segði nei þau myndu þau drepa hann fyrir móðgunina. Konan rétti honum pilsnerinn og sagði "fáðu þér sop" með illu brosi. Friðfinnur fékk sér sop. Þetta var aðeins byrjunin á viðurstyggilegu og áfengisfullu lífi. Friðfinnur dó 36 ára gamall.
Boðskapurinn er, aldrei spila á blásturshljóðfæri.
Svo er þetta snyrtilega myndskreytt hjá honum... Friðfinnur virðist vera með kryppu og í háhæluðum skóm.
Tiltölulega ný básúna
---------------------
Básúnuleikarinn Friðfinnur Níels Gígjarsson var á hljómsveitaræfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar GeirGeirGeirsson, einn af flautuleikurunum kom upp að honum með boðskort í teiti. Friðfinnur vissi að flautuleikararnir voru svölustu drengirnir í sinfóníunni, og útskýrði GeirGeir að eftir að hafa sýnt stórkostleg tilþrif með básúnuna á síðustu æfingu var Friðfinni veittur aðgangur að teitinu. Teitið var klukkan 7 sama dag, og boðið var upp á Pilsner fyrir fólk yfir 25 ára. Friðfinnur var 28 ára og hafði aldrei smakkað áfengi á ævi sinni. Friðfinnur gerði sig tilbúinn strax eftir æfingu, og mætti í teitið á hárréttum tíma. Nú var bara að fara að skemmta sér. Friðfinnur horfði á villta fólkið í partíinu sem stóð við borð af Pilsnerum og Friðfinnur var viss um að þau hefðu í mesta lagi drukkið hálfa flösku af Pilsner hvert. Enda voru þau að honum heyrðist byrjuð að tala um bíla, en ekki mismunandi eplamaukstegundir eða blásturshljóðfæraslípingaþjónustur eins og allir aðrir í teitinu. Friðfinnur vildi heyra betur hvað villta fólkið var að tala um svo að hann fór nær. Hann heyrði eitthvað um að það væru komnir bílar sem gengu fyrir rafmagni. "Hohoho, hohoho!" hugsaði Friðfinnur, þvílík vitleysa. Síðast þegar hann vissi gengu bílar fyrir bensíni, þau hlutu að vera dauðadrukkin. Friðfinnur var við það að fara í burtu þegar ein villta konan kallaði á hann og sagði "heyrðu! viltu pilsner?" Friðfinnur gat ekki sagt annað en já því að hann bjóst við að ef hann segði nei þau myndu þau drepa hann fyrir móðgunina. Konan rétti honum pilsnerinn og sagði "fáðu þér sop" með illu brosi. Friðfinnur fékk sér sop. Þetta var aðeins byrjunin á viðurstyggilegu og áfengisfullu lífi. Friðfinnur dó 36 ára gamall.
Boðskapurinn er, aldrei spila á blásturshljóðfæri.
Svo er þetta snyrtilega myndskreytt hjá honum... Friðfinnur virðist vera með kryppu og í háhæluðum skóm.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim