í kvöld var ég að róta í gamalli kommóðu niðri þar sem ég var að leita mér að linsuboxi. Þar rakst ég á nokkrar gamlar kassetur frá því einhverntíman á 9. áratugnum þegar ég var ennþá polli og pabbi og mamma ungt fólk á uppleið.
Þar fann ég m.a. gamlar David Bowie kassettur sem mamma hafði átt og fleira skemmtilegt.
Meðal þess var t.d. upptaka frá því þegar ég var 5 ára, þar sem ég ræði á fræðilegum nótum við einhverja ímyndaða hlustendur um ýmis mál sem voru mér mjög hugleikin á þessum tíma, þ.á.m. umferðarreglurnar, vonda kalla, sjúkrahús og önnur pressing issues (þar koma fram mörg words of wisdom, eins og "sumir sem aka geta keyrt óvart á mann. En vondir kallar keyra ekki óvart á mann. Þeir eru bara til í ævintýrum." )..
Auður systir (sem hefur verið 2 ára þarna) kemur svo inn í þetta, og seinni hlutinn fer bæði í það að borða epli af miklum móð, og að hvetja hana með ráðum og dáðum til að tala inn á spóluna.
Það leysist svo upp í allsherjarmisskilning þar sem hún heldur að ég sé að saka hana um að vera rugluð.
Ég ákvað að setja þetta á netið þar sem þetta eru mjög mikilvæg mál sem ég er að ræða sem snerta okkur í raun öll. Nálgist þetta hérna.
(Þessi upptaka er frekar gömul og í rusli, og e-ð búið að reyna að taka upp á spóluna aftur, þannig að það eru stundum koma einhverjar pásur sem eyðileggja samhengið í orðræðu minni.. ekki það að það hafi verið mikið fyrir..)
Þar fann ég m.a. gamlar David Bowie kassettur sem mamma hafði átt og fleira skemmtilegt.
Meðal þess var t.d. upptaka frá því þegar ég var 5 ára, þar sem ég ræði á fræðilegum nótum við einhverja ímyndaða hlustendur um ýmis mál sem voru mér mjög hugleikin á þessum tíma, þ.á.m. umferðarreglurnar, vonda kalla, sjúkrahús og önnur pressing issues (þar koma fram mörg words of wisdom, eins og "sumir sem aka geta keyrt óvart á mann. En vondir kallar keyra ekki óvart á mann. Þeir eru bara til í ævintýrum." )..
Auður systir (sem hefur verið 2 ára þarna) kemur svo inn í þetta, og seinni hlutinn fer bæði í það að borða epli af miklum móð, og að hvetja hana með ráðum og dáðum til að tala inn á spóluna.
Það leysist svo upp í allsherjarmisskilning þar sem hún heldur að ég sé að saka hana um að vera rugluð.
Ég ákvað að setja þetta á netið þar sem þetta eru mjög mikilvæg mál sem ég er að ræða sem snerta okkur í raun öll. Nálgist þetta hérna.
(Þessi upptaka er frekar gömul og í rusli, og e-ð búið að reyna að taka upp á spóluna aftur, þannig að það eru stundum koma einhverjar pásur sem eyðileggja samhengið í orðræðu minni.. ekki það að það hafi verið mikið fyrir..)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim