Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, janúar 02, 2006

Stundum þegar ég var að læra heimspeki á síðustu önn, um hluti sem sneru að trúmálum og öðru, þá byrjaði ég að hugsa hversu mikill bömmer það væri ef það kæmi í ljós að tilgangur lífsins væri ekkert það merkilegur og að eitt af trúarbrögðunum hafi einfaldlega haft rétt fyrir sér...

t.d. að þegar maður deyr þá vakni maður við hliðið að himnaríki og við hlið þess er einhver gaur sem heitir Pétur sem dæmir um hvort þú getir komist inn.. og við hliðina á honum sé plakat sem standi t.d. á "Tilgangur lífsins var eitt af eftirfarandi: að sofa hjá 15 konum eða körlum / eiga Benz og eignir upp á 10 milljónir / viðhald á sveindómi eða meydómi.
Samkynhneigt fólk fer beint til helvítis."
eða eitthvað slíkt.. og svo tali Pétur kannski bara arabísku eða e-ð af þessum gömlu málum, og þeir sem skilji hann ekki komast ekki inn...

og svo að gjaldmiðillinn í himnaríki sé krónur eða dollarar eða e-ð og maður fái bara að eyða því sem maður átti milli handanna þegar maður dó..

það er sosem alveg jafnlíklegt að það gerist og nokkuð annað...

annars hélt ég purtí á gamlárskvöld... var hálfstressaður að þetta myndi enda eins og hjá Kidda um árið (hið legendary 500-manns-í-50-fm-íbúð partí árið 2002/2003), þannig að ég brá á það ráð að bjóða fólki ekkert almennilega fyrr en rétt eftir miðnætti.. og það heppnaðist bara ágætlega... pabbi og mamma joinuðu svo undir lokin.. stuð

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim