Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, mars 29, 2006



á mánudaginn keypti ég mér svona magnara, Vox AC15, sem þykir mjög æðislegur af gítarnördum og lúðum víðsvegar um heiminn.. og svo er þetta bítlamagnarinn! (ok það er reyndar AC30... en beisikklí sami hluturinn)... ég var fyrir nokkru eiginlega búinn að ákveða að setja mig gegn öllu magnara/gítarsnobbi, en ég er eiginlega hættur við það þar sem það er æðislegt að spila í gegn um hann.. ég geng jafnvel svo langt að segja að það sé unaðslegt... orð sem aðeins er notað yfir baðolíur og dýnur

þetta er lampamagnari (sem er víst e-ð úúííúúíí).. hann er ekki nema 15 vött, en fáránlega hávær miðað við það (plús það að ég held það skipti takmörkuðu máli hversu mörk vött magnarar séu... nema kannski fyrir gaurana í Steel Heart)...

jæja ég ætla að hætta þessu þar sem ég held ég hafi heyrt hest hneggja fyrir utan húsið mitt...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim