Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jæja titturinn hann bróðir minn átti afmæli í gær og hann fær því heiðursfærslu hér. Til hamingju Bjarki!
Það var enginn smá áfangi heldur.. orðinn 13 ára og þar með officially orðinn únglíngur.. ég er búinn að reyna eftir bestu getu að undirbúa hann undir hörku únglíngsáranna með því að ítreka það við hann að hann og vinir hans muni að öllum líkindum verða hataðir og útskúfaðir af öllum næstu 4-5 árin.

Svo er hann ekki með hurð á herberginu sínu, og ég er búinn að vera duglegur við að benda honum á að það verði mikilvægt fyrir hann að hafa slíka í framtíðinni, svo hann geti skellt hurðum þegar hann fer í fýlu út í fjölskyldumeðlimi eins og allir alvöru únglíngar.. á mínum únglíngsárum þá braut ég 2-3 hurðir, þannig að það er mikilvægt að þetta verði tjónahurðir sem fást gefins. Reyndar eru hann Bjarki ljúfur drengur að öllu leyti og er ekki mikið fyrir einhver skapofsaköst eins og eldri bróðir hans, en hver veit.. kannski verður hann pirraður á að vera í mútum eða e-ð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim