Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, júlí 24, 2008

I. Það er leiðinlegt lag í útvarpinu.

II. Ég fór á The Dark Knight í gær. Hún stóðst allar mínar væntingar o.s.frv.

III. Ég er að fara í útilegu á morgun. Jibbí jíbbí.

IV. Ég fékk feeeiiita kauphækkun. \o/

V. Ég breytti stofu-eldhúsinu mínu í svefnherbergisstofueldhús og svefnherberginu mínu í.........herbergi. Áður fyrr voru þetta því stofu-eldhús (11 stafir) og svefnherbergi (13 stafir) (= 24 stafir), sem mér tókst að breyta í svefnherbergisstofueldhús (25 stafir) og herbergi (8 stafir) (= 33 stafir)..... það er alveg 9 stafa aukning. Svona getur maður bætt við sig þegar maður er snjall og kann að hagræða rými.

VI. Ég málaði skrifstofuna í síðustu viku.

VII. Nanananananananananananananananana BATMAN!

VIII. Það er auglýsing í útvarpinu þessa dagana þar sem Laddi leikur konu sem er að fara á útsölu og segir "Gvöööð" ógeðslega mikið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu ófyndin hún er.

IX. Ég keypti Boss DD-20 Giga Delay og Korg Kaoss Pad um daginn. Þvílík hamingja. Með því komst ég að því að yfirgengileg verslun og peningasóun er það eina sem getur fært manni raunverulega hamingju.

X. Mun ég nú uppfylla loforð mitt frá því í síðustu færslu. Manneskjan sem ég ætla að skrifa um eeeer... Krummi. Krummi er öndvegisgaur sem varð fyrir strætó og hefur verið vinur minn í þónokkur ár. Ekki aðeins er hann ódrepandi (eins og strætóatvikið sannaði), heldur hefur hann heimsklassa sósjal skills. Hann töfrar fólk sem á vegi hans verður upp úr skónum með vinalegheitum, snjöllum tilsvörum og almennum hressleika. Ef hann væri sölumaður gæti hann selt eskimóa shark-repellant spray. Öllum líkar vel við Krumma. Þeim sem gera það ekki eiga líklega eitthvað bágt.
Ég bjó með Krumma í hálft ár og það var mjög afslappað og þægilegt. Þegar hann er heima tjillar hann bara og hangir í tölvunni í engum bol. Krummi er að fara til Asíu með systur minni eftir rétt tæpa viku. Ég er lítið búinn að heyra í honum undafarið. Kannski er hann of upptekinn að gera armbeygjur fyrir ferðina?

Leikari sem myndi leika hann í mynd: Kevin Costner

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim