Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, maí 03, 2008

I. Ja hérna!

II. Endaspretturinn í skólanum er skollinn á. Í dag eyddi ég 12 tímum á bókhlöðunni að skrifa gagnrýni á bölsýni Schopenhauers þar sem hún grundvallast á kjánalega skilgreindu hamingjuhugtaki sem væri að öllum líkindum afleiðing þess að hann var bitur og leiðinlegur karlfauskur sem átti enga vini.

III. Ég var í Bókmenntasöguprófi í fyrradag og mér gekk frekar illa. Gott á mig.

IV. Það gólaði einhver fyllibytta á mig áðan þegar ég var á leiðinni heim eftir kaffiinnkaup. Af einhverjum ástæðum fékk ég skelfilegan kvíðahnút í magann og hljóp inn til mín. Ég er almennt á nálunum þessa daga sem mun eflaust enda með ósköpum.

V. Chelsea fokkaði Liverpool upp í á miðvikudaginn. Besta stund ævi minnar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim