Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Ég nenni ekki að blogga stuttar færslur lengur. Þær verða bara að koma í bland.

I. Ég held að líklega dapurlegasti þáttur þess að vera mennskur er að enginn hefur aðgang að upplifunum hvers einstaklings, og manns eigin huglæga sjónarhorni á nokkurn hátt nema maður sjálfur. Eini björgunarhringurinn sem maður hefur er svo tungumálið, sem hefur sínar takmarkanir. Þetta eru sjálfsögð sannindi sem maður veltir kannski ekki mikið fyrir sér, en eru þó meginorsök alls sem ömurlegt er í heiminum. Svarið er að sjálfsgöðu að reyna að leysa bara upp sjálfið einhvernveginn. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að gera það, en ég er að vinna í því.

II. Djöfull er ég fokking góður í Jetman

III. Það er skrítið hljóð fyrir utan gluggann minn

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim