Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, mars 13, 2008

Ég nenni ekki lengur að rökræða um eitthvað þvaður á blogginu mínu. Það er kominn tími á að fólk átti sig á því að ég hef alltaf rétt fyrir mér og það er með öllu tilgangslaust að þræta við mig. Héðan í frá segi ég fólki sem vill véfengja minn algilda Egils-sannleika að þegja. Líkamlegar refsingar eru heldur ekki úr myndinni. Það má þó að sjálfsögðu hrópa húrra fyrir mér. Ef fólk vill ræða færslur í smáatriðum þá má það hringja í mig eða kíkja í kaffi. Ég er orðinn leiður á að búa einn.

Annars verður BA ritgerðin mín um Nietzsche og afstöðu hans til listarinnar sem svar við stóru æðinni á enninu á Schopenhauer. Ég er afar glaður að vera kominn að þessari niðurstöðu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim