Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Jæja ég er orðinn of nískur til að fara í klippingu þannig að ég er byrjaður að klippa mitt eigið hár. ROKK!
Áherslan í BA ritgerð hefur færst af Kierkegaard yfir á Nietzsche, en mun eflaust tengjast þeim báðum að einhverju leyti, enda báðir afar töff. Það er ákveðin samsvörun í einhverjum af þeirra hugmyndum, en þeir þekktust ekki og vissu lítið af hvorum öðrum. Georg Brandes benti Nietzsche einusinni á að lesa Kierkegaard og hann sagðist ætla að gera það en klikkaðist svo árið eftir, því miður.
Ímyndið ykkur bara ef þetta hár og þessi motta myndu sameinast í einum manni. Úr yrði einhver ofurheimspekingur sem mín auma hugsun nær ekki einusinni utan um.
Róbert Haralds var svo almennilegur að lána mér enska þýðingu á einni af bókunum hans Kierkegaard þar sem það er ekki séns að ég geti lesið einhverja 19. aldar dönsku.

In other news, svo ég haldi mig nú við Youtube færslur, þá er þetta líklega besta lag í heimi:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim