Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, janúar 14, 2008

Svokallaðar súpergrúppur er eitthvað sem hefur nánast undantekningalaust alltaf verið ömurlegt drasl. Hinsvegar var hljómsveitin Traveling Wilburys sem starfaði á 9. áratug síðustu aldar og skartaði þeim George Harrison, Tom Petty, Bob Dylan, Roy Orbison, og Jeff Lynne að mínu mati skemmtileg undantekning. Þeir áttu a.m.k. tvo slagara (Handle with Care og End of the Line) og nokkur önnur flott lög t.d. Tweeter and the monkey man og Not alone anymore (hér fyrir neðan).

Ég held líka að Roy Orbison hafi verið það góður söngvari að það skipti engu máli í hvaða hljómsveit hann var...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim