Ég fór aftur til læknis í morgun útaf þessum fokking hósta. Hún sagði mér að bíða rólegur og gaf mér meiri hóstastillandi lyf.
Ég er búinn að ákveða að ég ætla að skrifa BA ritgerðina mína um Kierkegaard, og hugsanlega einhverskonar samanburð við Nietzsche. Ákvörðunin byggist á miklu leyti af því að hann er með fáránlegt hár eins og ég.
Eftir (óvenju) marga mánuði af hamingju og almennri sátt við lífið og tilveruna, þá finn ég að ég er smátt og smátt aftur að breytast í sjálfshatandi taugahrúgu sem hefur enga trú á sjálfum sér né samfélaginu í kring um sig.
Á næstu vikum mun því eflaust taka við óhófleg Pacman- og Tetrisspilun og skapofsaköst gegn leiðinlegu fólki, í bland við sjúklega tilvistarkreppu. Þessu mun einnig fylgja einhverkonar valkvíði í sambandi við hvað ég eigi að gera með líf mitt á næstunni, og ákvörðunin sem fylgir mun á einhvern hátt litast af sjálfsfyrirlitningu, almennri svartsýni og angurværð og óánægju með þau gen sem ég fékk í vöggugjöf. Þetta mun svo eflaust ná hámarki á einhvern epískan máta eftir nokkra mánuði.
En svo mun aftur komast ró á hluti og ég mun aftur sættast við heiminn í öllum sínum ömurleika. Slíkur er lífshringur Egils.
lag dagsins: Sonic Youth - Kool Thing
Ég er búinn að ákveða að ég ætla að skrifa BA ritgerðina mína um Kierkegaard, og hugsanlega einhverskonar samanburð við Nietzsche. Ákvörðunin byggist á miklu leyti af því að hann er með fáránlegt hár eins og ég.
Eftir (óvenju) marga mánuði af hamingju og almennri sátt við lífið og tilveruna, þá finn ég að ég er smátt og smátt aftur að breytast í sjálfshatandi taugahrúgu sem hefur enga trú á sjálfum sér né samfélaginu í kring um sig.
Á næstu vikum mun því eflaust taka við óhófleg Pacman- og Tetrisspilun og skapofsaköst gegn leiðinlegu fólki, í bland við sjúklega tilvistarkreppu. Þessu mun einnig fylgja einhverkonar valkvíði í sambandi við hvað ég eigi að gera með líf mitt á næstunni, og ákvörðunin sem fylgir mun á einhvern hátt litast af sjálfsfyrirlitningu, almennri svartsýni og angurværð og óánægju með þau gen sem ég fékk í vöggugjöf. Þetta mun svo eflaust ná hámarki á einhvern epískan máta eftir nokkra mánuði.
En svo mun aftur komast ró á hluti og ég mun aftur sættast við heiminn í öllum sínum ömurleika. Slíkur er lífshringur Egils.
lag dagsins: Sonic Youth - Kool Thing
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim