Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Ég var að uppgötva þá ansi spaugilegu staðreynd að allar þær stelpur sem ég hef verið með á einhverjum tilfinningalegum nótum, þ.e.a.s. þær þeirra sem að dömpuðu mér, eru ennþá með gaurunum sem þær ditsuðu mig fyrir.

Ég get túlkað þetta á marga mismunandi (og álíka sjálfhverfa) vegu:

1. Ég er svo stórkostlega skelfilegur karlkostur að allir karlmenn sem fylgja í kjölfarið koma út sem Sjarmör prins og haldast sem slíkir. Að eilífu.

2. Þær þora ekki að hætta með gaurunum því þær lifa í stöðugri og yfirþyrmandi hræðslu um að ég komi og geri grín að þeim (sem ég mun að sjálfsögðu gera).

3. Guð hefur ætlað mér það hlutverk frá upphafi að vera einhverskonar úrkynjaður "matchmaker" sem fælir allt kvenfólk sem verður á vegi mínum í arma "hins eina rétta".

og svo leiðinlegi kosturinn:
4. Þær eru bara allar voða happy og þetta er bara fáránleg tilviljun (ekki fokking séns samt).

Persónulega held ég að það sé kostur nr. 3. Ég er eiginlega bara að bíða eftir að Rikke finni einhvern Juan Carlos Fernandez útí Perú og gefi skít í mig.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim