Með þarsíðustu færslu yfirgaf ég hugsjónir mínar frá mínum yngri árum á afar ósmekklegan hátt. Það er alveg góð og afar göfug ástæða fyrir því að þær 1680 færslur sem ég skrifað upp að þessu eru allar að servíettulengd. Ég veit reyndar ekki enn hver sú ástæða er en ég ætla svo sannarlega ekki að snúa baki við hinum fornu og gamalgrónu gildum sem þetta blogg var byggt á. Ég heyri hinn unga Egil velta sér um í gröfinni.
Og meira að segja þessi færsla er orðin of löng! Dusilmenni, ódámur og óbermi! Þú ættir að skammast þín Egill. Þú ert gubb í skítugri holu.
Og meira að segja þessi færsla er orðin of löng! Dusilmenni, ódámur og óbermi! Þú ættir að skammast þín Egill. Þú ert gubb í skítugri holu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim